Hlín - 01.01.1961, Page 61
Hlin
59
Laufey Vilhjálmsdóttir.
MINNINGARORÐ.
Fædd 18. september 1879. — Dáin 29. mars 1960.
Altaf man jeg hvar jeg sá Laufeyju fyrst. — Það var í
Austurstræti í Reykjavík vorið 1893. Jeg var þar á gangi,
unglingurinn, og kom þá auga á hjón, sem þar voru á
gangi með dóttur sína, þá
13 ára gamla. -- Þau voru
nýflutt frá Kaupangi í
Eyjafirði að Rauðará. —
Jeg var strax svo hrifin af
þessu fólki, það var svo vel
klætt, fallegt og fyrirmann-
legt. — Sjerstaklega varð
mjer starsýnt á telpuna,
hún stendur mjer fyrir hug-
skotssjónum, eins og hún
var þarna á gangi með for-
eldrum sínum, hógvær og
kurteis. Reykjavík var nú
ekki stæiTÍ en það á þeim
árum, að ný fjölskylda vakti athygli.
Það atvikaðist svo, að við Laufey kyntust mikið síð-
ar, og áttum margt saman að sælda. — Vorum vinkonur
í 60 ár og skrifuðumst á allan þann tíma. — Laufey heim-
sótti mig í Noregi, þegar jeg var þar kennari, og fórum
við víða um.
Við átturn mörg sameiginleg áhugamál. — Laufey varð
kennari í Barnaskóla Reykjavíkur 1900, einmitt árið,
sem jeg hætti kenslu þar, einnig í Kvennaskólanum varð
hún eftiimaður minn. — Seinna kendi lnin í Kennara-
skólanum. — iÞað voru uppeldis- og fræðslumálin, sem