Hlín - 01.01.1961, Síða 62
Hlin
60
voru hennar ínestu áhugamál. — Hún leitaði sjer ment-
uuar víðsvegar, innanlands og utan, varð ágætur teikn-
ari, samdi og gaf út Stafrófskver o. fl. — Hún hafði sjer-
stakan áhuga á lestrarkenslu barna, annars á hverju fram-
íaramáli, sem nöfnum tjáði að nefna: Átti þátt í og gekst
fyrir mörgurn merkum menningarmálum, fjelagsmálum
o. 11., sem oflangt yrði upp að telja í lítilli vinarkveðju.
Vorið 1914 giftist Lauíey dr. Guðnmndi Finnboga-
syni, þeinr góða dreng, vísindamanni, gáfumanni, merkis-
manni. — Heimili þeirra var ánægjulegt og skemtilegt,
þar átti jeg jafnan innhlaup, þegar jeg var á ferð syðra,
og dvaldi þar með köflum, rnjer til mikillar ánægju. —
Hjónin og börnin, fallegu og góðu, alt var það ein elsku-
leg, órjúfandi heild.
hessi hjón voru samvalin, þau skildu hvort annað,
unnu hvort öðru, studdu hvort annað í starfi og komu
mörgu merkilegu í lramkvæmd sameiginlega. — Það var
lærdómsríkt að kynnast þeim, vera ásarnt þeim.
Laufey var brennandi í andanum, hvað sem hún tók
sjer fyrir hendur. — Heimilisiðnaðurinn var eitt hennar
mesta áliugamál. — Þar vorum við á einu máli. — Á
seinni árunr tók hún til við garðyrkjuna: Prýddi hið
fallega heimili þeirra hjóna við Suðurgötu, bæði úti og
inni.
Guð blessi þig, vinkona, lífs og liðnal H. 15.
Soffía Guðlaugsdóttir.
leikkona.
Fædil 0. júní 1898. — Dáin 11. júlí 1948.
Soffía var fædd á Kirkjubæjarklaustri, dóttir Guðlaugs
Guðmundssonar, sýslumanns. — Hún var rjett tíu ára
gömul haustið, sem jeg tók við skólanum á Akureyri, og