Hlín - 01.01.1961, Side 67
Hlín
65
í því að finna samræmi í sínu eigin sinni. Sál og líkami
eru ekki hjú, sem geta slitið samvistir fyr en að leiðar-
lokum. — Þess vegna verða þeirra þarfir að vefast með
snilli í sarna klæði. — Hugur og hönd á að vera á eitt sátt.
Það er vissulega vandi að veita orkunni í rjettan farveg,
og líka er eðlilegt, að hugurinn reiki milli þess, sem verð-
ur að vera og hins er vjer æskjum.
„Hvar skal standa?
Hátt til fjalla?
kvað skáldið, er hugsaði sjer Tindastól víðsýnis. Mörgum
mun fara líkt, en vera þó ekki alsjáandi á, hvar leiðin
1 iggur, og sætta sig illa við gönguna.
Ekki er óalgengt að heyra ágæta m-enn og ágætar konur
tala um ævistarf sitt með trega og ásökunum í sinn eigin
garð.
Hafa skal það í huga, að mannlegur máttur er takmark-
aður, og margt getur orðið að fótakeíli. — Gangan á hæsta
tindinn hlýtur ætíð að verða erfið. — Starf, sjálfsafneitun
og fórnfýsi þurfa að vera í ferðamalnum. — Allt þetta
kann að vera í smáum skömmtum, en það varðar mestu,
að rjettleg undirstaða sje fundin, og það á deginum í dag.
í fljótu bragði virðist hann, og aðrir dágar, myndsnauð-
ir, en þeir mega ekki glatast sem hlekkur í samsteyptri
keðju, þótt þeir sjeu lítill dropi í móðu tímans.
Verum þess minnug, að dagurinn í dag á að geymast
á sviði tilverunnar um aldur og ævi. Manninum leyfist
því ekki að gera ráð fyrir sjálfum sjer sem lítils háttar
ógáti, heldur mikilsháttar eind, með ábyrgðartilfinningu
um það, að ekki sje sama hvar staðið er, og að vjer vitum
að líðandi stund kemur ekki aftur. — Ilún er þátturinn
í hvers eins höndum til skapandi viðfangs og framsækni,
sem stígst best með jöfnum skrefum, ljettri lund og starfs-
gleði.
Óskin ein um farsæld, dugir ekki, ekki heldur stóru
stökkin, þannig að hægt sje að hlaupa yfir stórt eða smátt.
í farvegum lítilla lækja hafa fundist gullkorn, — Þau
5