Hlín - 01.01.1961, Qupperneq 69
Hlin
67
leysisins, og bíta þar í hið girnilega epli. — Sá er hættn-
legur freistari, sem telur, að með því sje unt að finna það
besta. —Það er ekki hóglífið, sem vaggar neinum inn í
dýrðina. — Erfiðið hefur ekki að ófyrirsynju verið áskap-
að, lrvort sem um líkamlega eða andlega áreynslu er að
ræða, eins og að orði er komist.
Oll dagsverk heimta trúnað, sem koma þarf frá lifandi
lruga, svo að líkamlegu störfin geta verið furðu andleg,
og þetta tvent snúist við, alt eftir því hvernig penna
eða plóg er stýrt. — Eitt embæti þykir öðru meira, annað
verk veglegra en liitt, en þegar sameind er fundin af brot-
um og brotabrotum lífsins, verður útkoman ekki rjett
nema alt sje tekið með, líka litla verkið og hversdagslegi
dagurinn.
„Horfið á stjörnurnar, en munið að þjer gangið á jörð-
unni.“
Hvorttveggja er nauðsynlegt, en margur hefur orðið
auðnufár fyrir það að brúa ekki þarna bilið á milli og sjá
ekki hið háa í hinu lága.
Enginn kemst hátt án þess að læra að stíga jarðarhnjót-
ana.
Erfiðustu misfellurnar eru oft á sambúð mannanna:
Lágkúrumenska í hversdagslegu lífi og skilningsleysi.
Síst má gleyma því, að á deginum í dag er kannske hægt
að leysa einhvern erfiðan hnút, með verki, handtaki, eða
mildu augnatilliti. Bæði gott og ilt hefur ekki altaf mikil
upjrtök, svo sem elfan, sem rekja mátti til litlu uppsprett-
unnar, en varð um síðir til þess að svala mönnum og
dýrum og auka frjómagn jarðar.
Fjársjóðir geta víða verið, og náttúran er barmafull af
auðæfum, þótt endurtekningarnar sjeu sífeldar, jafnvel
óskiljanlegar.
Hægagangur náttúrunnar bendir til þess, að ekki geti
alt gerst í einu vetfangi, og að hvað eina verði að taka
sinn tíma.
Þótt allir vilji geysast áfram, eru líkur til þess, að vjer