Hlín - 01.01.1961, Síða 70
Hlín
08
verðum enn þá um sinn að binda oss við jarðarkrílið.
iEn vonum, að heilbrigði sálar og líkama fylgist að,
svo að möguleikar verði á því að láta stárfsdaginn heppn-
ast.og afköst verða eðlileg, þótt þau markist ekki af sterk-
um línurn eða litum.
Mönnum mun vera gjarnt á að líta stórum augum á
það, sem mikið ber á. — J?að er nokkurs konar litblinda
að sjá og rneta ekki annað.
Dýptin í tilverunni skapast mjög við það að leita að
þeim molum, sem hrjóta af borðum umheimsins, til
þroska þeirra, sem vilja slípa þá í góðmálma.
Látum svo starfsgleðina yfirstíga hversdagsleikann, þá
er starfsorkan leyst úr læðingi. — Störfin mega ekki vera
bundin þrælkunarkend, heldur fríviljug fórn, þóknan-
leg Guði og mönnum, ef dagurinn á að skilja eftir varan-
legt gildi. — iÞá býður hann góða nótt í heiðríku aftan-
skini. — Og af hlaðvarpanum lieima getum vjer haft út-
sýni af Tindastóli.
Áslaug Gunnlaugsdóttir, Skarði í Gnúpverjahreppi, Árn.
EINKENNI Á SÖNNUM KVENLEIKA
Jeg hef æði oft hvarflað með hugann að seinasta kapi-
tula Orðskviðanna, og þá ekki hvað síst með tilliti til
verksviðs konunnar í nútíma þjóðfjelagi, sem æði oft er
minst á. En lítið hefur liins vegar verið talað um hinn
sanna grundvöh, sem hjer um ræðir.
Þessi lýsing á sannri, góðri konu, samanstendur af tutt-
ugu og tveimur versum, það er 10,—-31. v. í 31. kap. Orðs-
kviða Salómons.
Sú rnynd, sem hjer er sýnd, bendir til þess, að staða
konunnar í hinu lielireska þjóðfjelagi, sem hjer er vísað
til, hafi verið mikil heiðursstaða, trúnaðar- og fram-
kvæmdastaða.