Hlín - 01.01.1961, Side 73
Hlin
71
eignist þá æ meira, því „Velgerðarsöm sál mettast ríku-
lega.“ Orðs. 11, 24-25.
Guð hefur sína aðferð til að urnbuna með blessun alt
það, sem veitt er til hjálpar bágstöddum, af kærleika til
þessa þjáða mannkyns.
Mörg starfsöm húsfreyja hefur reynt, að hún hefur ekki
tapað á því að gefa af tíma sínum til að starfa fyrir bág-
stadda og þjóðfjelagið, sem líknarsystir eða starfsöm
Dorkas.
Þessurn kapitula Orðskviðanna lýkur með þessum orð-
um, sem snerta beinlínis útlit konunnar og háttu: „Yndis-
þokkinn er svikull og fríðleikinn hverfull, en sú kona,
sem elskar Drottinn, á hrós skilið."
Líkamleg fegurð hverfur með árunum. — llún er gjöf
Guðs, og á að vera notuð honum til dýrðar, en samt sem
áður er hún aðeins líkamlegur eiginleiki, -og hefur ef til
vill enga tilsvarandi siðferðislega eða andlega verðleika.
Guð ákvað, að hjónabandið skyldi vera ævilangt sanr-
fjelag, og hjónaefni eiga hvert um sig að íhuga, hvort til
eru hjá þeim varanlegir eiginleikar, sem geta skapað þeim
lán og hamingju í heimiilislífinu. — Er konan bæði fögur
og guðrækin? — Sje svo, þá er það ágætt. — En hún mun
hafa margar freistingar við að stríða, sem sú kona hefur
ekki af að segja, sem hefur rninni líkamlegan yndisleik til
að bera, en sem hefur þann svip og yfirbragð, sem ber
vott um fegurð innra rjettlætis. —
Gefum gætur að þeirri staðreynd, að Orðskviðirnir
enda með lýsingum á þessari undursamlegu konu. — í
henni er ekkert það, sem mælir bót leti, óþrifnaði, bráð-
lyndi eða óhófi, og ekki kennir hún heldur, að konan
sje leyst frá þeirri skyldu að gera sig snotra og aðlaðandi.
Ekkert í bókmentum nokkurar aldar hefur upp á að
bjóða fegri hugsjónarmynd konunnar og móðurinnar en
þetta hebreska ljóð, er ritað var fyrir meir en 2500 árum.
F.n hin sönm skapeinkenni, hinar sömu kvenlegu dygð-