Hlín - 01.01.1961, Qupperneq 78
76
Hlín
vonandi sú samúð með öllum og öllu sprottið, sem gæfi
mannúðinni meiri völd en hún nú hefur í mannheimi.
Þetta er eitt aðalhlutverk, sem íslenskri leiklist er ætl-
að að vinna hjer á landi, fremur en það lítilfjörlega hlut-
verk og auðleikna, að kitla fram grófan stundarhlátur hjá
þeim, sem ekki geta skemt sjer við annað en fífla- og
skrípalætin, og sem ekkert á skylt við þá gleðihlátra, sem
góð leiklist getur töfrað fram.
Þó leiklistin eigi ekki ennþá sitt alþjóðamál, eins og
t. d. liljómlist, danslist og fleiri listir, hefur hún það fram
ylir flestar aðrar, að hún á greiðan aðgang til allra, sem
hafa tækifæri til þess að njóta hennar. Og þau tækifæri á
að gefa öllum. Það er ekki nóg að gefa almenningi tæki-
færi til að sækja leikhús, það þarf ekki síður að liugsa um
að ala upp góða leikhúsgesti en leikara.
I framtíðinni verður æskulýðurinn að eiga þess kost
að sækja fjölbreyttar leiksýningar eins og hvern annan
skemtilegan skóla.
I fámenninu verða úrvalsleikflokkar hjeðan að ferðast
um og leikflokkar utan af landi ættu að ferðast liingað til
Reykjavíkur, ef Reykjavík yrði sú miðstöð góðrar leik-
listar í landinu, sem henni sem höfuðborg ávalt ber
skylda til að vera.
Ef hægt væri svo að segja að fljetta leiklistina inn í dag-
legt líf allra manna, yrði fólkið ekki lengi að læra að velja
og hafna, því börnunum þýðir ekki að bjóða nema það
besta. Þá mundu allir læra að velja þau ómetanlegu verð-
mæti, sem leiklistin getur gefið: Nýjar og betri hugsanir,
oft áður óþektar, og um leið varanlegri lífsþrótt og oi'ku
þeirrar gleði, sem ekki hjaðnar niður eins og froða, um
leið og hláturskellirnir þagna, oftast nær strax fyrir utan
leikhúsdyrnar.
Á síðustu árum liafa margir, bæði einstaklingar og fje-
lög, leitað til mín um tilsögn, en ýmsra orsaka vegna hef
jeg, því miður, þráfaldlega orðið að neita þeim um að-
stoð. Mig hefur tekið það mjög sárt, því jeg vildi helst