Hlín - 01.01.1961, Síða 79
Hlín
77
geta rjett öllu leikstarfi hjálparhönd, hvar sem þess er
óskað, ekki síst strjálbýlu sveitunum og fámennu kaup-
túnunum, þar sem áhugasamt fólk er að berjast við að
halda uppi leiksýningum. Því hvað eru okkar margum-
ræddu erfiðleikar hjer í Reykjavík á móts við þeirra, sem
öll skilyrði vanta til hjálpar?
Mig liefur lengi langað til að gefa út smábók til léið-
beiningar fyrir byrjendur og fjelög, sem ekki eiga kost á
neinum leiðbeiningum, nje nokkurri hjálp, til að kom-
ast áfram á leiklistarbrautinni, en finna sárt til tómleik-
ans við það að pjakka altaf ofan í sama farið. Þessi litla
bók ætti að geta orðið dálítill leiðarvísir, líkt og t. d. söng-
kenslubækur eru á sínu sviði.
Þó má enginn skilja orð mín svo, að með leiðbeining-
um sje hægt að kenna neinum að leika, sem ekki hefur
þann meðfædda hæfileika, sem til þess þarf. Ekki frekar
en hægt er að kenna þeim að syngja óperusöngva, sem
enga söngrödd hefur. Ef til vill geta leibeiningar, hvort
lieldur eru skriflegar eða munnlegar, unnið leiklistinni
mest gagn með því að vekja almennari skilning allra
þeirra, sem fyrir hana vilja vinna, bæði hjer í borg oð
annars staðar á landinu á því, að leiklistin er ekki leikfang
til stundargamans, hvorki fyrir þá sjálfa nje aðra.
Frá henni geta streymt sterkustu og bestu áhrifin í
uppeldis- og menningarmálum þjóðarinnar, ef hún er
stunduð af þekkingu og skilningi á dýrustu verðmætum
hennar og þeirri takmarkalausu alúð og ósjerplægni, sem
nauðsynleg er í öllu starfi, svo að það geti borið tilætl-
aðan árangur.
Við megum ekki eingöngu hugsa um líðandi stund og
láta þekkingarleysið og það Jn'oskaleysi, sem skapar slæm-
an smekk, stjórna starfi okkar, eins og oft hefur viljað
brenna við. Við verðum nú Jægar, hver eftir sinni orku,
að fara að vinna fyrir framtíð Jrróttmikillar, íslenskrar
leiklistar, sem lælur ekki hlekkja sig í þröngum skorðum,
en berst fyrir tilverurjetti sínum, uns smekkur allra er