Hlín - 01.01.1961, Qupperneq 80
78
lllin
orðinn svo þroskaður, að þýðingarlaust er að bjóða fólki
upp á annað en það allra besta á hverju sviði fyrir sig, sem
til er í töfraheimi leiklistarinnar. Þá fyrst, þegar við sjálf
erum búin að eignast þann fullkomna skilning og þá
virðingu fyrir þessari göfugu list, getum við vænst þess, að
aðrir líti á hana sömu augum.
Leiklistin er ung hjer á landi og ástæður erfiðar fyrir
þá, sem út á þá listabraut fara. En þeir, sem í byrjun setja
takmarkið nógu hátt, vilja „komast sem lengst og komast
sem fyrst“, og víla ekki fyrir sjer erfiðleikana og eru reiðu-
búnir að leggja sjálfa sig í sölurnar listarinnar vegna, ná
settu mar.ki, þó það kosti oft mikla baráttu, að lialda því
í þeirri hæð, sem því var ætlað í fyrstu.
Að þessu háleita markmiði liggja svo margar leiðir, að
ómögulegt er að benda á neina sjerstaka, sem þá einu
rjettu fyrir hvern einstakling.
Jeg ætla mjer heldur ekki að setjast á þann háliest í-
myndunaraflsins, að jeg sje fær um að vísa öllum rjettustu
leiðina. En jeg vildi óska að jeg gæti gefið leiðbeiningar,
þó ekki væri nema út frá minni eigin reynslu. Þá reynslu,
sem jeg hef öðlast af því að leika sjálf, af þeirri tilsögn,
sem jeg hef fengið frá öðrum, bæði kennurum mínum og
leikdómurum ýmsum, og síðast en ekki síst af þeirri til-
sögn, sem jeg hef veitt öðrum. Af henni hef jeg langmest
lært að finna mína eigin galla.
Leiklistin er kölluð „orðsins lisL“. Grundvallarskilyrði
fyrir þá, sem hana vilja stunda, er því að þeir uppfylli
ströngustu kröfur, sem hægt er að gera, um rjettan og
fagran framhurð orðanna. Almennasti og erfiðasti galli
allra þeirra, sem jeg á undanförnum árum hef veitt tilsögn
í framburði íslenskrar tungu, er nær undantekningar-
laust óvandaður og ljótur framburður, sem oft stafar ein-
göngu af hugsunarleysi. Margir þurfa ekki nema nokkrar
bendingar á verstu ambögumar, og hafa eftir það reynt að
vanda alt sitt tal, bæði framburð og orðaval, því þar er
ekki minna ábótavant en um framburðinn.