Hlín - 01.01.1961, Page 84
82
Hlín
þetta töluverður kostnaðarliður fyrir þau, þar sem þau
borga eiginlega alt nerna einið, sem þarf til matargerðar-
innar. Grænmetisverslun landbúnaðarins gaf grænmetið,
sem við þurftum með, og bera henni þakkir fyrir það.#)
Jeg hef haft ánægju af að rifja upp það, sem fram fór á
þessu námskeiði og festa það á blað. Alls sóttu það um 40
konur, og sýnir það mikinn áhuga, þar senr námskeiðið
var haldið á annatímum.
Að lokum vil jeg svo þakka þeim, sem að þessu nám-
skeiði stóðu og greiddu götu þess á ýmsan hátt. Sjerstak-
iega þó Steinunni Ingimundardóttur heimilisráðunaut
fyrir hennar rnikla og erfiða starf í þágu okkar húsmæðr-
anna.
Skeggsstöðum, 3. maí 1961.
Kristin H. Sigvaldadóttir.
Úr Fellum á Hjeraði er skrifað:
„Þú varst að spyrja mig um hreindýraketið. Við noturn það í steik
og hakkað buff. Sumir reykja það eða salta. Það er ágætt reykt. Það
fer mikið eftir því, hvernig dýrin eru. Hjer á okkar heimili er mjög
lítið skotið. Manni þykir það dýr tími að fara upp um fjöll og
firnindi, meðan heyskapur stendur yfir. Vorið 1957 voru fimm
hreindýr þrjár vikur hjer á túninu. Þau f'óru oft burtu um daga,
en komu altaf á kvöldin og lágu á sama stað, fengust ekkert um,
þó áð bíl eða dráttarvjel væri ekið um túnið. Hundarnir litu ekki
við þeim. Jeg saknaði þeirra, þegar þau fóru. Ekki vildu þau bíta
nema á einstaka stað í túninu. En girðingar standa ekkert fyrir
þeim.“
*) Heimilisráðunauturinn er launaður af ríkinu. En ferðakostn-
að (bílferðir) greiða Samböndin: kr. 2.00 fyrir hvern km, er komið
er inn á Sambandssvæðið. Áhaldakostnað, kr. 50.00, greiðir hvert
kvenfjelag, sem kenslunnar nýtur. — Kitstj.