Hlín - 01.01.1961, Side 95
HEIMILISIÐN AÐARSÝNING.
Erindi, flutt af Guðrímu Viglúsdóttur, kennara, þegar
sýningin var opnuð á ísafirði í september 1960.
Heiðraða Sambandsstjórn, fulltrúar og gestir!
Öllum viðstöddum mun vera kunnugt um það, að
stofnað er til sýningar þessarar í tilefni af 30 ára afmæli
Sambands vestfirskra kvenna. — Sýningarmununum hef-
ur því verið safnað í bygðarlögum kvenfjelaganna, nær og
fjær á sambandssvæðinu. — Það mun að allra dómi vera
vel ráðið að efna til heimilisiðnaðarsýningar á þessum
tímamótum Sambandsins.
Um hver áramót er okkur bent á að skygnast um öxl
og reyna að gera okkur grein fyrir árangri af andlegu og
líkamlegu starfi okkar, og íhuga þannig tilgang mannlífs-
ins hjer á jörðu. Sama gildir í rauninni um heimaiðju
okkar og áhugamál innan fjelaganna.
Spurningin er þá: Hvernig var ástandið í þessum efn-
um fyrir svo sem tíu árum? Og hvað hefur áunnist?
í fljótu bragði er ef til vill ekki svo auðvelt að gera
sjer grein fyrir breytingunni, eða að sjá, í hverju hún er
fólgin, en mjer er samt óhætt að fullyrða, að hún er mikil
og þó heldur fram á við.
Vegna nýtískulegra hjálpartækja heimilanna, þá ættu
tómstundir húsmæðra að vera fleiri frá beinum heimilis-
störfum. Það er líka svo, að nú mun vera að færast tals-
vert í vöxt margs konar tómstundavinna í hinum ýmsu
greinum, hentug til smá-jólaglaðninga og tækifærisgjafa.
Þetta eru yfirleitt nytsamlegir munir, sem vinum og
vandamönnum er kærkomið að fá. Slíkum gjöfum, unn-
um af eigin hendi, fylgir ætíð meiri persónuleiki og ylur.
Jeg mun nú reyna að gefa með fáum orðum sem glegst
yfirlit af sýningunni, en bún samanstendur af mörgum
deildum, og þurfa sumar nokkurra skýringa við.