Hlín - 01.01.1961, Page 96
Hlin
94
Það er þá fyrst stofan hennar Þórdísar Egilsdóttur.
Við Vestfjarðakonur getum stært okkur af því að eiga
einhverja hina mestu li^takonu landsins á sambandssvæð-
inu: Frú Þórdísi Egilsdóttur, sem hefur gert fína ullar-
vinnu að sjergrein sinni. Tók hún því vel að lána okkur
muni, því af nógu var að taka, bæði af nýlegum munum
og eldri.
Jeg þarf varla að minna á það, að langsjölin, hyrnurnar
og saumuðu myndirnar hennar Þórdísar í sauða- og jurta-
litum, eru alt frá rótum, ef svo má að orði komast, unnin
úr ullinni okkar, og hafa þessir fögru munir fyrir löngu
gert hana þjóðfræga. — Auk fjölmargra sýninga hjerlend-
is liafa munir frá henni verið á sýningum erlendis, og nú
síðast í Parísarborg haustið 1958. Þar vakti íslenska ullar-
sýningin verðskuldaða athygli.
Fæstum mun það kunnugt, lrve fádæma fjölhæf frú Þór-
dís er í hannyrðum sínum, en hjer gefst á að líta! Flosa-
gjá á Þingvöllum er eitt áf síðustu verkum hennar.
„Það leggja ekki allir rjettan skilning í myndirnar mín-
ar,“ segir Þórdís. „Þær eiga eingöngu að vera unnar í því
skyni, að túlka, hve hárfínt er hægt að vinna úr ullinni
okkar og að nýta jurtirnar svo, að blæbrigðin verði lif-
andi og eðlileg."
Hvern skyldi líka gruna, sem ekkert þekkir til, að
myndirnar sjeu gerðar af hárfínum, blómstrandi ullar-
þráðum?
Jeg vil sjerstaklega benda sýningargestum á nýjasta
listaverkið hennar Þórdísar: Leikfangagerðina. Brúðan
ber íslenskan blæ með sjer, enda únnin öll úr heimaunnu
bandi. Hún ber vitni um hárfínan smekk og fagurt liand-
bragð.
Þá er heiklarsýning Sambandsins dreifð um þennan
sal og þann næsta. Hjer er margt um haglega gerða og
listræna muni. Það er sýnilegt að tíminn rennur ekki út
í sandinn. Vinnan ber það með sjer. — Sýningin ber blæ
bæði af gamla og nýja tímanum: Hjer er alt frá æfafornu