Hlín - 01.01.1961, Page 102
100
Hlín
Þá skal að nokkru getið um verslunarhætti i Strandasýslu fyr á
tímum. Þar til um miðja 19. öld höfðu aðeins tvær verslanir verið
við Húnaflóa: Hólanes á Skagaströnd í Húnavatnssýslu og Iíúvíkur
við Reykjarfjörð í Strandasýslu. Að verslun kemur svo snemma við
Reykjarfjörð, stafar vitanlega af því, hvað Gjögur er mikil útgerð-
arstöð á þeim tíma.
Borðeyri við Hrútafjörð er svo löggilt sem verslunarstaður 1846
fyrir atbeina áhugamanna í nærliggjandi hjeruðum, en ekki gekk
greiðlega að fá þangað vörur.
Árið 1848 gekst Jón kammerráð Jónsson á Melum í Hrútafirði
fyrir þvi, að Hans A. Clausen stórkaupmaður í Stykkishólmi, sendi
skip til Borðeyrar með vörur þá um vorið. En til þess að það feng-
ist, varð Jón kámmerráð að veðsetja Clausen 40 hundraða jörð til
skaðabótalúkningar, ef eitthvað yrði að skipinu. En ferðin gekk að
óskum og með því hófst lausakaupmenska á Borðeyri. Um svipað
leyti fóru skip að koma á Skeljavík við Steingrímsfjörð og lausa-
kaupmenska að hefjast þar.
Það gefur að skilja, að uppi hefur verið fótur og fit, eins og það
var orðað, þegar siglingin kom, sem ekki var oft á þessum árum, og
margt hefur verið að sjá og skoða. En á þeim tíma var mest hugsað
um 'munn og maga, því fyrst á þeim árum var aðeins um staðgreiðslu
að ræða, og fólkið varð að neita sér um margt, sem augað girntist.
Þar kom, er tímar liðu, að hjeraðsbúum þótti æskilegt að fasta-
verzlun yrði sett á stofn í Skeljavik, og árið 1863 var þar löggiltur
verslunarstaður. Um þessar mundir verslaði danskur kaupmaður
að nafni Christensen nokkur sumur í Skeljavík. Hann var vinsæll
mjög og talinn sæmdarmaður. Árið 1866 afrjeð hann að byggja hús
og stofna fastaverslun þar á staðnum. Þá um vorið kom hann til
landsins á skipi sínu með tiltelgdan efnivið í húsin. En árið 1867
voru hafísar miklir fyrir öllu Norðurlandi og á fjörðum norðan-
lands, þar með á Húnaflóa. — Hjer fór því ver en skyldi, Skip
Christensens festist í ísnum á Húnaflóa, liðaðist í sundur og fórst
með öllum farmi, en menn björguðust nauðulega.
Fyrirkomulagið var því það sama og áður, að lausakaupmenn
versluðu á Skeljavík um mörg ár, án þess að af byggingu yrði. Þó
vakti altaf sú hugsun fyrir hjeraðsbúum, að nauðsynlegt væri að
stofna fastaverslun 1 hjeraðinu. Ivom þá til orða, að Hólmavík
myndi öllu hagkvæmari staður fyrir fastaverslun en Skeljavfk, og
einkum vegna þcss, að á Hólmavík myndi öllu tryggari liöfn. Árið
1890 var Hólmavík loks löggilt sem verslunarstaður. Hafði þá lausa-
kaupmenska staðið í Skeljavík um fjóra tugi ára með litlum breyt-
ingum. Haustið 1895 var mæld út verslunarlóð f Hólmavík.
Hefði þau atvik ekki legið til, að skip Christensens, sem fórst á