Hlín - 01.01.1961, Síða 104
102
Hlin
og framkvæmdamönnum í Kirkjubóls- og Fellshrcppum var þetta
fullkomið áhugamál. Var því haldið vakandi og unnið að framgangi
þess, og um áramótin 1896—97 hafði unglinga- og barnaskóii verið
bygður að Heydalsá í Kirkjubólshreppi. Talið er, að Guðmundur
Bárðarson á Kollafjarðarnesi, sem bjó þar um þær mundir, hafi
verið ötull baráttumaður fyrir byggingu skólatis, og Sigurgeir As-
geirsson á Heydalsá, sem síðar var kennari skólans. Sagt er, að Guð-
mundur hafi lagt fram alt byggingarefni í skólann upp á endur-
greiðslu síðar. Ymsir efna- og áhugamenn úr Kirkjubólshreppi lögðu
lram bæði fje og vinnu. Var skólinn eingöngu bygður fyrir samskota-
fje hreppsbúa. Arið 1907 er skólinn stækkaður. Skólinn starfaði sem
barna- og unglingaskóli til ársins 1915—16, og sóttu liann nemendur
úr ýmsum hreppum Strandasýslu. Síðan staríaði hann sem bama-
skóli eingöngu fyrir hreppinn, en liefur nú ekki verið notaður síð-
ustu árin nema sem samkomustaður lireppsbúa og er nú alveg í eyði
síðan fjelagsheimilið Sævangur var bygt, húsið, sem við erum nú
stödd í. A því var byrjað 1953 og það vígt til notkunar 13. júlí 1957.
Að byggingu þess stóðu Kirkjubólshreppur að i/3, ungmennafjelagið
að I/3 og kvenfjelagið og lestrarfjelagið að y3.
Öll verkamannavinna hel'ur verið gelin við byggingu þess. Stærð
hússins er 1640 nf' og kostnaður þess mun verða um kr. 600.00 á
teningsmetra.
Fullyrða niá, að álirifa frá Heydalsárskóla hafi allmikið gætt um
bygðir Strandasýslu.
Arið 1845 er Lestrarfjelag stofnað fyrir Kirkjubóls- og Fells-
hreppa, og árið 1945 hjeldum við upp á 100 ára afmæli Lestrarlje-
lagsins.
Sumir háttvirtir fulltrúar, sem lijer eru staddir, eru kannske búnir
að halda upp á 100 ára afmæli lestrarfjelags í sínu bygðarlagi, en
aðrir sennilega ekki.
Arið 1891 er stolnaður Sparisjóður Kirkjubóls- og Fellslireppa að
Heydalsá. Mættu þar nokkrir bændur úr þeim tveimur hreppum, og
meðal þeirra þeir Guðjón Guðlaugsson, hreppstjóri á Ljúíustöðum,
og sjera Arnór Arnason, Felli, sem fyr greinir. Þeir voru miklir fje-
lagshyggju-, áhrifa- og áhugamenn, og konta ntikið við sögu fyrir
og um aldamótin í ýmsum menningarmálum hjeraðsins. Sjóðurinn
var stol’naður með tólf áhugamönnum úr þessum tveimur lrreppum.
Og eins og segir í fyrstu fundargerðinni, að beinasti vegurinn til að
koma á fót sparisjóði fyrir þessar sveitir væri sá, að nokkrir hinna
efnuðustu manna sveitanna tækju sig saman um að gerast stofn-
endur og ábyrgðarmenn sjóðsins. Og að reynt væri að fá til þátttöku
þó ekki væri nema einn mann úr hverri af nærliggjandi sveitum.
Á stofnfundinum var kosin stjórn: Formður Guðjón Guðlaugs-