Hlín - 01.01.1961, Page 111
Hlín
109
Vertu, guð’ laðir, faðir minn
í frelsarans Jesú nafni, o. s. frv.
5. R.
Trúðu á tvennt í heimi,
tign sem æðsta ber, o. s. frv.
Þ. S.
Vertu góð og lijartahrein
og haf á drottni trú.
Græddu sérhvert mannamein,
sem megnað getur þú.
Þ. Þ.
Láttu hljóma hátt og skært
hreina og mjúka strengi,
svo mig dreymi, dreymi vært,
dreymi rótt og lengi.
J. ]■
Sje jeg rof á svörtu skýi
og stjörnu staka standa f rofi,
eins og dag eilífðar sjái
glugga gegnum grafar skina.
K. T.
Aftur vaknar andi manns,
oft þó sakni snilli,
þegi raknar þráður hans,
^þó að slakni á milli. S. J.
Dvel hjá oss, er dagur hnígur,
ó, Drottinn, faðirinn heims.
Dvel lijá oss, er dimman stígur
úr djúpi næturgeims.
Hvort sem þú í hendi liefur
hamar, skóflu eða pál,
pentskúf, meitil, penna, nál,
hvaða starf, sem Guð þjer gefur,
gerðu það af lífi og sál.
G. Jak.
Vertu í tungunni trúr,
Lryggur og hreinn i lund.
Hugsaðu um það, hýr sveinn,
á hverja stund.
Hryggjast og gleðjast
hjer um fáa daga,
heilsast og kveðjast
það er lífsins saga.
Þið þekkið fold með blíðri brá
og bláum tindi fjalla,
og svanahljómi silungsá,
og sælu blómi valla,
og bröttum fossi björtum sjá
og breíðum jökulskalla.
Drjúpi hana blessun drottins á
um daga heimsins alla.
JÓLAVERS
Guð, þú sem mönnunum gleymt hefur eigi,
gleðileg upprenna lætur oss jól.
Látum oss frelsarans fæðingardegi
fagna, því enn lýsir kærleikans sól.
Frelsari vor, frelsari vor,
fegnir vjer kjósum að feta í þfn spor.
Gott er á Guðs vegum lenda
götuna á enda.
Sveinn Jánsson, Fagradal, Vopnafirði.