Hlín - 01.01.1961, Page 112
Davíðssálmar.
Eitt tilkomumesta meistaraverk heimsbókmentanna! —
Og um leið lofsöngur til skaparans og þakkargjörð þess-
arar utvöldu þjóðar Guðs.
Hvað er fegurra en þetta:
„Lof þú, Drottinn, sála mín,
og alt, sem í mjer er, hans heilaga nafn,
lofa þú drottin, sála mín,
óg gleym eigi neinum velgjörðum hans,
sem fyrirgefur allar misgjörðir þínar,
læknar öll þín mein,
leysir líf þitt frá gröfinni,
krýnir þig náð og miskunn.“
Idvað vitum við um höfund þessara ljóða?
Þau eru kend við Davíð konung, sent hefur verið mikið
skáld og kunnað vel að meta hljóðfæraslátt og dans, mik-
ill aðdáandi nátttúrunnar:
„Vakna þú sála mín,
vakna þú liarpa og gígja,
jeg vil vekja morgunroðann".
F.ða þetta:
„Það drýpur af heiðalöndunum,
og hæðirnar girðast fögnuði.
Hagarnir klæðast hjörðum
og dalirnir hyljast korni.
Alt fagnar og syngur“.
Ekkert er framandi. Ekkert gleymist: Himinhvolfið, haf-
djúpin, dýr merkurinnar.
Þar eru sígild snilliyrði á hvers manns vörum: „Þitt.
orð er lampi fóta minna og ljós á vegi mínum“. — „Ef