Hlín - 01.01.1961, Side 113
Hlín
1 I 1
Drottinn byggir ekki húsið, erfiða smíðirnir til ónýtis“. —
„Skapa í nijer hreint iijarta, ó Gnð“ og „Drottinn er
minn hirðir, mig mun ekkert bresta" og: „O, að orðin af
munni mínum yrðu þjer þóknanleg.“
Þar er saga þjóðarinnar rakin frá fyrstu tíð. — Þar eru
lilessunarorðin, og Andlátsbæn sína sjálfur tók son Guðs
af Davíðs munni“, segir Hallgrímur.
Hin útvalda þjóð hefur kunnað að meta og varðveita
þessa dýrgripi. — „Ekkert helgirit hefur verið Gyðingum
jafn hjartfólgið. — Sálmarnir voru þjóðinni alt í senn:
Sálmasöngbók, bænabók og andlegt uppbyggingarrit, og
svo er enn í dag.“ Hin merkilega Guðs útvalda þjóð held-
ur enn fast við sín helgu rit, sín boðorð, sína siði, sín
heimili. — Enda geyma Sálmarnir spádóma og fyrirheit
þjóðinni til handa, ef hún reynist trú: „Safnar oss saman
frá heiðingjunum", stendur þar, og „Hann óttast eigi
ill tíðindi".
„Sálmarnir eru þeir einir af Gamla Testamentisritun-
um, sem hafa verið prentaðir með fjölmörgum Nýja
Testamentisútgáfum. — Ekkert sýnir betur vinsældir
þeirra“. — Svo er einnig lijer hjá oss, og þessvegua eru
Sálmarnir öllum tiltækir, og nti eiga öll íslensk ungmenni
Nýja Testamentið.
Allir skólar þurfa að benda ungmennunum á hið gull-
væga í Guðsorði. — Opna sálarsjón þeirra. — Ljúka upp
ritningunum, svo hjörtun brenni. — Davíðssálmar eru
ekki síst til þess fallnir. Skáldið úthellir hjarta sínu í
gleði og sorg, í þakkargjörð og lofsöng.
Sálmarnir hafa orðið fjöhnörgum listamönnum upp-
spretta tjáningar í I jóði, söngogannari listhöfn um aldir.
Knna.