Hlín - 01.01.1961, Page 115
Hlin
113
anna og aðstoðaði þá með öruggum undirleik. Hann setti
mig í að stjórna sameiginlegu lögunum.en hann og Hólm-
fríður Árnadóttir ljeku undir á tvö orgel. Var gott að
stjórna, er þau ljeku undir.
Síðasta mótið var heima í Skúlagarði í Kelduhverfi sl.
vor. Tóku hinir sömu kórar þátt í því. í þetta sinn fjell
það í minn hlut að æfa kórana. Var jeg viku úti á Rauf-
arhöfn með Hólmfiíði að æfa, og svo var jeg alveg með
hina tvo. Stjórnaði jeg, er þeir sungu allir saman, en
Hólmfríður Ijek undir, og var það ekki síður henni að
þakka, að þetta gekk alt betur en maður hafði þorað að
vona.
Prófastar Suður- og Norður-Þingeyinga ávörpuðu kór-
ana rnjög hlýlega, einnig kom vinsamlegt skeyti frá Sig-
urði Birkis, söngmálastjóra.
Jeg var fyrir nokkrum árum hjá honum í söngskóla
Þjóðkirkjunnar, og minnist þesss tíma með mikilli á-
nægju.
Svo var jeg vikutíma austur í Þistilfirði í vetur að æfa
kirkjukór Svalbarðskirkju. Átti jeg þarna mjög ánægju-
lega daga.
Björg Björnsdóttir, Lóni, Kelduhverfi.
Björg er að ljúka þriggja vikna söngkenslu hjerna á Blönduósi
í Iívennaskólanum og Barnaskólanum. Fer hjeðan vestur í Reykja-
skóla og kennir þar söng mánaðartíma. Hún hefur kent þar árlega
tíma og tíma síðan 1957. Hefur einnig liaft æfingar með kirkjukór-
um þar í nágrenninu. — H.
GÖMUL STAKA
Vetrartíð þótt verði löng,
vorið bætt það getur,
þegar hefja svanir söng
og syngja úr garði vetur. — /. G. Sig.
8