Hlín - 01.01.1961, Síða 116
Æskuár snillingsins
Ritstjóri „Hlínar“ hefur beðið mig að segja sjer nokkuð um
æskuár Jóhannesar Sveinssonar Kjarvals, og langar mig til að verða
við þeim tilmælum. Jeg ætla þó ekki að geta lians að neinu, eftir
að liann varð frægur á listamannsferli sínum, það er mjer ofvaxið,
en hitt get jeg reynt, að minnast hans með fáum orðum, þegar hann
var drengur í Borgarfirði eystra á næsta bæ við mig. Leiðin á milli
bæjanna er stutt, og þá hittumst við oft.
Jói er fæddur að Efri-Eyjum í Meðallandi 15. október 1885.
Foreldrar hans voru hjónin Karítas Þorsteinsdóttir Sverrissen og
Ingimundur Sveinsson. Hann var talinn smiður góður og ágæt
skytta.
Fjögurra ára að aldri vorið 1890 fluttist Jói austur á land með
frændfólki slnu, að Geitavík í Borgarfirði, og reiddi hann alla þá
leið Þórunn frændkona hans Jóhannesdóttir. Hún var þá nýgift
Sveini Jónssyni frá Seglbúðum, mjög mætum manni. Voru þau þá
að flytja búferlum að Geitavík
Þórunn var Jóa alla tíð vel innanhandar, enda mun hann aldrei
hafa geymt því, en metið það við hana á marga lund æ síðan á
meðan hún lifði. En hún komst nokkuð á tíræðisaldur.
Á níræðisafmæli Þórunnar, eftir að Iíjarval var löngu orðinn
víðkunnur málari, færði hann henni þrjú málverk eftir sig. Var
eitt þeirra af Þórunni sjálfri á hestbaki með sveininn unga í fang-
inu. Lætur hún þar gæðinginn stíga liðugt og ljett um klungur og
grýttar götur, á leið þeirra inn í fyrirheitna landið að Geitavík, sem
var um langt skeið æskuheimili Jóa. Og þar hneigðist liugur hans
fyrst að listrænum efnum.
Þetta sama vor 1890 fluttist einnig að Geitavík Jóhannes Jónsson,
var hann liáfbróðir Karítasar móður Jóa, og kona hans, Guðbjörg
Gissurardóttir, með fjölskyldu sína. Tóu þau nú við Jóa, og ólst
hann upp hjá þeim nokkuð fram yfir fermingu.
Eins og siður var á þeim árum, var Jói snemma notaður til snún-
inga, að sækja kýr og hesta, moka fjósið, sækja vatn, fara á milli
með heybandshesta, og eftir að hann fór dálítið að stækka, þá flutti
hann heim eldivið og gerði fleiri snúninga, sem vanalegt var að
láta liðljettinga vinna. Þá má nefna það, að Jói var eins og aðrir
drengir á hans aldri, látinn sitja hjá kvíaám og smala þeim seinni
hluta sumars, eftir að hætt var að sitja yfir, sem kallað var. Ekki
veit jeg, hvort Jói hafði nokkurt yndi af að gæta kinda, það hugsa
jeg að ekki hafi verið, en strákar á hans aldri urðu nú að hafa það,
hvort heldur þeim líkaði bctur eða ver. En víst er um það, að ekki