Hlín - 01.01.1961, Qupperneq 122
120
Hlín
þeirra og fórum að kjassa þá og strjúka þeim, en þeir voru spakir,
vanir notkun.
Alt í einu varð mjer litið upp til landsins og sá þar sorta mikinn.
Segi jeg þá við stelpurnar: „Ætli við ættum ekki að komast heim.
Jeg lield að það sje að koma bylur." Ivomu þá um leið fyrstu vind-
hviðurnar. Erum við ekki komnar nema lítinn spöl, þegar komið
var illstætt veður af vestri, og fylgir því krapahlíð mikil.
Þar sem jeg var elst, tók jeg að mjer forustuna, vafði svuntunni
um liöfuðið og sagði við þær, að við færum inn með brekkunum
en ekki beint. Man jeg, að jeg kallaði hátt, því að lítið heyrðist
fyrir veðrinu.
Snjóskafl liggur inn með brekkunum venjulega, og nú kafaði í
honuni vegna þíðunnar, sem búin var að vera. Höfðum við við-
spyrnu í snjónum, en veðrið var fyrst nærri beint í fangið. Tókum
við föstu taki hver í aðra og ætluðum ekki að sleppa því. Fórum við
liægt, jrví að erfitt var að stríða á móti storminum og þær mæddust,
Gróa og Soffía, voru ekki hraustar. Urðum við fljótt blautar og
pilsin slógust um fæturna. En fljótlega breyttist veðrið, færðist í
norður með töluverðu frosti. Frusu þá föt okkar fljótlega.
Svona paufuðumst við áfram eftir mætti. Vilst gátum við ekki,
því sami skaflinn lá meðfram brekkunum heim undir Ketilsstaða-
tún.
Þegar við komum inn fyrir gamla stekkinn, sáum við alt í einu
tvo menn birtast rjett lijá okkur, en það voru aumingja gömlu
mennirnir, faðir minn og Jóhann, að leita að okkur. Ekki er jeg í
efa um, að þeir hafa lofað Guð í hljóði, þegar þeir sáu okkur. Iák-
urnar til að finna okkur voru litlar þegar þeir fóru að heiman, þar
sem fólkið tók ekki neitt eftir því, livora leiðina við fórum. Jafnvel
var líklegra, að við hefðum farið beint út með sjó, en þá leið liefði
ekki þýtt að fara til að leita að okkur, þegar ekki sá neitt frá sjer,
alt var hvítt og engin kennileiti. Við hefðum ekki lengi farið rjetta
leið, en vilst eitthvað á sljettunni.
Einhver hafði litið á loftvogina eftir að við fórum. Hafði hún
hrapað niður um nóttina, og hefðum við hvergi farið, ef það hefði
verið athugað áður. Fólkið varð svo alveg dauðhrætt, og fóru þeir
karlarnir að leita okkar, vonlitlir um árangur.
Þær Guðbjörg og Gróa fóru ekki nema í Ketilsstaði.
Jónína Björnsdóttir, sem þar bjó þá, ljet þær hátta ofan í rúm
og gaf þeim heita mjólk til að byrja með. Svo komu þær heiin dag-
inn eftir, hressar í góðu veðri.
Við Soffía fórum með gömlu mönnunum niður í Bakkagerði,
og sakaði enga okkar hrakningurinn.