Hlín - 01.01.1961, Side 130
128
Hlin
ættjarðarljóð. Þá er skipið rann að bryggjunni, gullu við
samhljóma fagnaðaróp. Hinn virðulegi sýslumaður Snæ-
fellinga, Páll V. Bjarnason, flutti skörulega ræðu og bauð
Gullfoss velkominn, en Eggert Claessen þakkaði.
Síðar um daginn var helstu mönnum kaupstaðarins
l)oðið um borð í skipið, en öllum leyfður aðgangur að því
til að skoða það. Undir borðum voru haldnar margar
ræður. Sigurður prófastur Gunnarsson afhenti biblíu,
sem skyldi vera eign skipsins. Var hún með fagurri áletr-
un. Skipstjóri þakkaði gjöfina hlýjum orðum og ákvað,
að hin helga bók skyldi ávallt liggja á palli, sem var hæfi-
lega stór fyrir hana. Hann var hægra megin við hljóðfærið
í borðsalnum. Þarna lá hún síðan, biblían frá gamla pró-
fastinum í Stykkishólmi, allan tímann, sem gamli Gull-
foss klauf öldur úthafa, fjarða og víkna, eða fjórðung ald-
ar, án þess að nokkurt slys kæmi fyrir. Á þessa litlu bók
litu allir sem verndargrip skipsins, og liver veit, nema lnin
liafi verið það! En hvað varð af Biblíunni, þegar gamla
Gullfossi var rænt af verstu vörgum veraldar? Það virðist
enginn vita. Er svo að sjá, að alla hafi brostið hugulsemi
til að bjarga hinum helga grip, því miður.
Fyrsti framkvæmdastjóri Eimskipafjelagsins, hinn mikli
heiðursmaður Emil Nielsen, hjelt ágæta ræðu fyrir minni
Stykkishólms. Hann kvaðst um margra ára skeið hafa litið
á Hólminn sem sitt annað heimili, sem sitt islenska heim-
ili. Sagðist hann hafa lifað þar margar ánægjustundir, og
þakkaði hann alla velvild og vinsemd Hólmverja.
Fjöldi manna úr nærsveitunum kom í Hólminn til að
skoða skipið og gleðjast við móttöku þess. Sumir höfðu
farið heila dagleið ríðandi. Allir luku upp um það einum
munni, að skipið væri hið vandaðasta og fegursta, sem
þeir hefðu augum litið, enda var það nú svo, að gamli
Gullfoss var einstaklega hlýlegt og vinalegt skip, svo að
manni þótti beinlínis vænt um hann. Það stuðlaði og að
þessu, að á þetta skip liafði valist liver maðurinn öðrum
betri. Skipstjórinn var einstakt ljúfmenni, og stýrimenn-