Hlín - 01.01.1961, Side 131
lllín
129
irnir, Jón Erlendsson og Einar Stefánsson, voru mestu
heiðursmenn, ogþá spilti yfirvjelstjórinn ekki yfirmanna-
hópnuni. Það var Haraldur, sonur Sigurðar prófasts Jens-
sonar í Flatey.
Mjer er enn í minni gamall dugnaðarbóndi, sem bjó
ekki langt frá Stykkisliólmi. Hann gekk rakleitt inn í
skrifstofu Sæmundar Halldórssonar, þá er hann hafði
skoðað skipið, og lagði tuttugu tíu króna gullpeninga á
skrifborð Sæmundar. Kvaðst ætla að bæta þessu lítilræði
við hlutafje sitt í fjelaginu.
Lítið brot úr stuttri sögu.
Fyrir rúmum þremur tugum ára voru nokkrir ungir
piltar í vegavinnu í afskektri bygð á Ströndum norður.
Þeir voru að vinna í vegi norðan í Bjarnarfjarðarhálsi,
milli bæjanna Hvamms og Skarðs. Hvammur er nú kom-
inn í eyði eða runninn saman við býlið Bakka, sem þá var
hjáleiga frá Kaldrananesi, en er nú með fallegustu býlum
í Bjarnarfirði.
Degi er tekið að halla og vinnu að verða lokið. Mildur
vorblær strýkur mjúklega nýútsprungið bjarkalaufið. Áin
ljós og lygn, liðast í ótal mjúkurn bugðum niður dalinn,
og handan árinnar líður ljett gufa upp frá ótal lækjum og
lindum, sem upptök eiga við rætur norðurfjallanna. Hjer
er víða h'eitt vatn.
Piltarnir hafa oft sjeð þessa læki, en einhvern veginn er
það svo, að í kvöld vekja þeir venju fremur athygli þeirra.
Þeir hafa alist upp í þessu umhverfi. Þeir vita, að kart-
öfluuppskeran á bæjunum Svanshóli og Klúku, er hjer ár-
vissari en annars staðar í hinni norðlægu bygð þeirra, og
þeir vita, að nýgræðingurinn í lækjarbökkunum lítur fyr
ljós vorsólarinnar en annars staðar á þessum slóðum.
TTver cr þá ástæðan?
«>