Hlín - 01.01.1961, Page 143
Ávarp Fjallkoimnnar 17. júní 1961.
í'Iutt á skemtisamkomu Kvenfjelags Skajtártunguhrepps og
Kvenfjelagsins „Framtiðin“ i Alftaveri
af Erlu Eiríksdóttur frá Svínadal.
Jeg sje þig, lanil mitt, ljósi vafiö,
liti þína fagurbúna,
græna, bláa, gylta trafið,
gróðurmoldu frjóa, brúna.
Jeg sje þig, land í sumarskrúða,
sindra blóm á daggarúða.
Jeg sje þig, land í in'Cggi hörðu,
hali áttu, djarfa, stinna.
Áður fyr þeir vigi vörðu,
verkin hverjum örlög spinna.
Jeg sje þig, land, á vetri og vori,
vöxtur grær í hverju spori.
Þetta land á þjóðin unga,
þraut sem marga varð að reyna.
Hljómar fagurt hennar tunga,
hvar sem er um sögueyna.
Hana styðji helgur andi,
hennar ávalt leysist vandi.
Heill þjer land á heiðursdegi,
hagsæld fylgi börnum þínum!
í ást til þín jeg höfuð hneigi,
hvílir bæn á vörum mínum.
Alt þjer, land mitt, ýtar vinni
einhuga, og mátt sinn finni!
Síra Valgeir Helgason, Ásum.
Næst Guði treystir íslendingurinn best ríminu.
Gufím. Finnh.