Hlín - 01.01.1961, Qupperneq 144
Sitt af hver ju
Erindi, flutt á jólalrjesskemtun í Skúlagarði í Kelduhverfi, nf
Jóhönnu Haraldsdóttur, Vogum.
Elskulegu börn og aðrir áheyrendur!
Jeg vil biðja ykkur afsökunar á því, að jeg er að tefja ykkur frá
leikjum og dansi, með því að segja nokkur orð við mæður ykkar.
Jeg sje að þessi skemtun er mjög vel sótt og gleður það mig innilega.
Jeg nota tækifærið, næ eyrum fleiri kvenna í sveitinni, en jeg hef
annars tækifæri til.
Jeg vil þá byrja með því, þó að búið sje að gera það áður, að
bjóða ykkur lijartanlega velkomnar, börn ykkar og alla, sem hingað
líta inn í kviild.
En það, sem mig langar sjerstaklega til að ræða um hjer er kven-
fjelagið okkar. Það var stofnað árið 1922, og í lögum þess segir
m. a.: „Tilgangur fjelagsins er, að efla samvinnu meðal kvenna,
styðja eftir mætti ýms menningarmál sveitarinnar, svo sem iðnað,
hjúkrun sjúkra, hjálpsemi við fátæka og fleiri velferðarmál." Og í
þess anda hefur það leitast við að starfa öll þessi ár.
Mjer finst nú, af Jtví að við konurnar skemtum okkur, störfum
og njótum margs konar fróðleiks svo olt saman, að Jtað væri æski-
legt fyrir alla, að þið, sem ekki eruð í kvenfjelaginu, fengið að vita
meira um tilveru Jtess og starf en þið vitið nú.
Kvenfjelagið er senn orðið 40 ára. Jeg var að blaða í fyrri gerða-
bók Jtess, lesa um stofnfundinn og stofnendurna og fyrstu áhuga-
málin. Rifjaðist þá margt upp fyrir mjer. Það er býsna margt, sem
fjelagið liefur starfað og styrkt. Fyrsta verkefnið var að gleðja fátæk
börn og mæður með gjöfum fyrir jólin. Þá var nú öðruvísi umhorfs
hjer en nú. Þá voru til J>au heimili, sem engin tök höfðu á að koma
upp nauðsynlegustu fötum handa börnunum, hvað J)á að gleðja
þau með öðrum gjöfum. Var því gert að skyldu, að hver fjelagskona
legði til eina mörk af bandi og ljeti prjóna úr Jrví. Voru það mest
nærföt og sokkar. Svo var tekin smáupphæð úr fjelagssjóði til að
kaupa, kerti, spil og fleira smávegis, sem látið var fylgja fatagjöf-
unum Vil jeg að gamni mínu geta um fyrstu upphæðina, en liún var
kr. 10.00, en Jtá var árgjaldið í fjelagssjóð aðeins ein króna.
Þetta var nú fyrsta starfið, og því var haldið áfram í mörg ár, eða
meðan þörf var fyrir það, þó í breyttu formi væri.
Næst kom á dagskrá saumanámskeið og heimilisiðnaður. Fyrsta