Hlín - 01.01.1961, Page 149
Hlín
147
menn þá við mýflugur, scm höfðu gert hátíðaspjöll gestunum öllum
í byrjun. Þarna voru sungin feiknin öll: karlakór og kvennaraddir,
og heiðursgestir töluðu báðir.
Engan heyrði jeg tala um gjafir til þessarar konu. Það var annað
en þegar danski krónprinsinn gifti sig. Hefði verið nær að Jakobína
hefði fengið svanina og lampann cftir islenskan listamann.
Þú heldur nú, að jeg fari að lirósa mjer af einhverju í þessu sam-
bandi, eftir því sem jeg byrjaði þennan pistil. En það er ekkert í
frásögur færandi, neina jeg rak lestina ríðandi á rauðum liesti og
teymdi stúlku undir mjer, svo að jeg sá á eftir fólkinu, er það
hringaði sig í sporaslóð gangandi, eftir margra alda fjárgötum
fram hjá Valsbjargi, sem varð mannsbani fyrir 70 árum. Þarna heitir
líka kirkja, og mörg eru önnur örnefni.
Þetta ferðalag mitt var mjer dýrleg óskastund.
II. september, kl. 6. — Góöan dag! — Úti þoka. En muna þarf, að
blessunarríkir dagar undangengnir hafa mörgum bjargað með hey-
þurkinn, þó þörf sje á framhaldi. Hjer í Garði var alt hey komið í
hlöður og hey í gærkvöldi og kaupafólk í brottbúningi.
Þura mín ætlar í bíl til Akureyrar seinni partinn í dag, svo að jeg
vildi koma þessum línum til þín, þó að mörgu sjc ósvarað, sem
brjef þitt gefur tilefni til að minnast á.
Jeg hitti Iíristínu á Grænavatni í gær, og hún bað mig fyrir kæra
kveðju til þín og þökk fyrir það, sem þú sendir henni, en segir að
sjcr dugi ekki þessi áburður til að halda í skefjum sinu æfimeini,
sem alltaf þjáir liana meira og minna.
Það er söm þín gerð og góðvild. Það er þreytandi fyrir ykkur að
stríða við heilsubilun. En svipað má finna á mörgum heimilum.
Elín á Kálfaströnd er sárþjáð manneskja nú í mörg ár og hefur
verið þrisvar skorin til meina, og tekst ekki að lina þjáningar
hennar eftir brjóstskurð fyrir tveim árum.
Jeg mun reyna að skila kveðjum þínum til þeirra, er þú nefnir.
Dætur rnínar biðja kært að heilsa ykkur Dísu og reyndar öllurn.
Það er gaman að lieyra um garðinn ykkar og vaxandi áhuga á
matjurtum og blómum. Þura er altaf önnum kafin við skógræktina
á Höfða: þúsund plöntur á ári, og er furða, live það lítur vel út með
það og deyr lítið. Það liafa komið þangað í Höfða til Iiennar þrír
skógfræðingar og Hjeðinn sjálfur, eigandinn.
Víst væri gaman að svífa með þjer um fagra staði jarðarinnar í
þessu lífi, því enginn veit um eilífðarframkvæmdir:
Og þó:
Vonin styrkir veikan þrótt,
vonin kvíða lirindir,
10*