Hlín - 01.01.1961, Side 152
150
Hlin
ar veturinn: 1960: Það liefur dregist lengur en jeg vildi að' láta
Hlín heyra til raín. Jeg var hálflasinn, þegar hún kom til ínín, og
konan nxín er ekki heima. Er á Flateyri hjá dætrum sínum. Hún
er orðin lasin eftir langt og erfitt dagsverk. Svo fór jeg á stað með
Hlín á brjóstinu að sýna hana konunum, og gat jeg fengið þrjá
kaupendur. Hún er kéypt á tveim bæjum hjer, og er send frá Núpi
í Dýrafirði. Svo verð jeg íjórði kaupandinn að Hlín næsta ár, cf
jeg verð þá ekki dauður, og er Hlin þá komin á sex bæi af sjö hjer
á Sandi. Jeg hef gert ráð íyrir að Guðmunda Guðmundsdóttir í
Alftadal tæki á móti Hlín og sendi hana ofangreindum kaupendum
og tæki á móti greiðslum fyrir hana hjá þeim. — Hjer er ekki kven-
fjelag, en flestar af konunum koma saman annað hvort laugardags-
kvöld að vetrinum með vinnu sína og nefna það „saumaklúbb". Þær
koma hver til annarar til skiftis. Konan mín var altaf með þeim,
meðan hún gat, þó hún væri 30 árum eldri en sú elsta af hinum.
Þær buðu mjer inn til sín, þegar þær voru á Brekku, og fór jeg þá
með prjónana mína inn og liafði gaman af því. Ekki vildu þær
samt taka mig með í fjelagsskapinn og hlógu að mjer. Þetta er
nú bara útúrdúr. Fyrirgefðu það! — G. E.
Matthildur, lilunarkona i Garði i Aðaldal, skrifar á jólaíöstu
1960: Jeg á altaf talsvert við band fram að jólum, en það er ákaflega
seinlegt með þessar smásendingar mcð mörgum litum. Það biðja
margir um það, og svo hef jeg bandið í fermingargjafir. Það vill til
að jeg nota það í brúðkaupsgjafir og stundum í jólagjafir. Mjer
finst fólk vilja þetta heldur en eitthvað, sem keypt cr í búðum. Jeg
ætla mjer að hugsa um litaruppskriftirnar, þegar lengir daginn.
Þoli mikið betur að lesa og skrifa við dagsbirtu en ljós. (Litunarkver
Matthildar hefur lengi verið ófáanlegt). — Matthildur segir: Mcrkis-
kona ein sagði einu sinni við mig: „Biður þú ekki Guð að blessa
litunina og bandsendingarnar þínar?"
Úr Austur-Húnavalnssýslu er skrifað vorið 1961: Við höfum haft
hjerna umferðaráðunaut í garðyrkju mánaðartíma. Sambandið
okkar hefur ráðið hana, en sýslunefnd styrkti með 5000 krónuml
Myndarlegt! Þetta var dugleg og góð stúlka: Sigríður Guðmunds-
dóttir frá Galtarholti í Borgarfirði, hafði starfað hjá Skógrækt ríkis-
ins undanfarin ár, svo hún var með á nótunum. — Okkur þótti nú
heldur vænt um að fá hana til að hjálpa okkur í görðunum. Stúlkan
var dugleg og lilífði sjer livergi. Það var tekið til höndunum, lagað
til kringum bæina, ckki síður en í görðunttm. — Einhvcr sagði, að
hreinsunarceði hefði gripið konurnar!