Hlín - 01.01.1961, Qupperneq 156
154
Hlin
Sjávarborg og síðar á Mælifelli. Þar andaðist síra Pjetur. Elínborg
var liannyrðakona mikil, svo sem sýnir sig af myndum þeim, sem
Hlín Itefur birt.
i
Jón Austmar, skipstjóri á „Alexander Mærsk", skrifar frá Sidney
í Ástralíu haustið 1960: Jeg óska þjer gleðilegra jóla og góðs ný-
árs! Einnig þakka jeg þjer fyrir Hlin, sem jeg hef hjer með mjer og
er búinn að lesa. Já, Halldóra mín, það er margt af þessu eldra (
fólki mesta dugnaðar- og myndarfólk, og yfirleitt er fólk duglegt
heima á íslandi og afkastameira en í öðrum löndum. — Skipið, sem
jeg hef núna er nýtt, og hjer eru öll nýtísku þægindi og fínar íbúðir.
Hjer eru níu mismunandi þjóðir um borð, þar af níu Kínverjar,
Arabar, Indónesíumenn og svo Evrópuþjóðir. En alt eru þetta
prúðir og skylduræknir menn, svo að alt gengur vel lijer. Við siglum
aðallega á Ástralíu, Persneska flóann, Indland og Indónesíu, einnig
austur- og suðurströnd Afríku. Skipið er 21 þúsund tonn að stærð,
og sem stendur höfum við tíu mismunandi tegundir af bensíni og
hreinum olíum um borð. — Að endingu mínar kærustu kveðju, og i
gaman væri að heyra frá þjer. — Þinn gamli vinur Nonni.*
Siglufjcirður er ekki lengur gleymdur útkjálkastaður. Nú er hann ,
annálaður uni land alt og frægur um öll Norðurlönd fyrir liinar
miklu síldveiðar, Bær með snotrum húsum og stórum verksmiðjum,
halskipabryggjum og söltunarstöðvum. Þetta er allt bygt fyrir
„síldarpeninga" og margir hafa lagt stein í þá byggingu. En þegar
á alt er litið, finst mjer hlutur siglfirskra kvenna þar stærstur. í
engum kaupstað landsins hefur öll kvenþjóðin unnið jafn ósleiti-
lega eins og þar. Og þar þekkist enginn stjettamunur. Jafn háar sem
lágar ganga að síldarvinnunni, og unna sjer hvorki svefns nje
hvíldar, þegar mest er að gera. Þar stóð prestsfrúin við hlið lausa-
konunnar, tólf og fjórtán ára unglingar við ldið gráhærðra kvenna.
Það er nokkurs konar þegnskylda eða borgaraleg skylda, að hver
einasta kona, sem rólfær er, skuli vinna í síld. Og þannig hefur
]>etta verið á hverju ári í rúmlega hálfa öld. Siglufjörður á áreiðan-
lega konum sínum rnikið að þakka. Þeirra lilutur er stór. — Á. Ó.
Ávarp flutt á Laugarvatni á uppstigningardag 26. maí 1960, —
Góðu konur. Jeg óska ykkur velkomnar liingað. Jeg þakka ykkur
* Þetta skip, scm gamli nemandi minn frá Akureyri stýrir, er eitt af
mörgum, scm „Mærsk“-skipa£jelagið í Danmörku liefur í förum. Jeg trúi
að þau sjeu um G0, og fara þau um öll heimshöfin með olíur. Stofn-
andi og aðaleigandi er um áttrætt, en stendur enn við stýrið. — H.