Hlín - 01.01.1961, Page 159
Hlín
157
skólans og skólastjóri öll árin lieíur Luðvíg Guðraundsson verið.
Hann liefur barist góðri baráttu fyrir fraragangi skólans og fengið
til lians bina færustu kennara.
t Hibýlaprýd'i verðlaunað. Hjónin í Skógarlilið, nýbýli í Reykja-
liverfi í S.-Þing„ Sigurður Pálssön og Aðalheiður Þorgrímsdóttir,
lrlutu á síðastl. vori verðlaun bændasamtakanna fyrir sjerstaklega
. snyrtilega umgengni á býli sínu, bæði úti og inni..
Tvcer norðlenzkar konur, sem voru á ferð um Borgarfjörð í sum-
ar, gátu ekki nógsamlega dáðst að því, hve Borgarnes sje þrifalegur
og smekklegur smábær. Þær skoðuðu að sjálfsögðu liinn fagra Skalla-
grímsgarð þeirra Borgarneskvenna, en þarna eiga allir bæjarbúar
hlut að máli, sögðu þær.
Hýrt hvarmaskin,
hógvært framferði
og skírlífi
er skart best kvenna,
[ en samfara þessu
sönn guðhræðsla,
er sem gimsteinn skær
( í gull innlagður. — St. Ól.
Frá Heimilisiðnaðarfjelagi íslands, Reykjavík, sumarið 1961. Sig-
rún Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri, skrifar: Hingað eru að berast
fyrirspurnir um verð á ullarvörum og ferðir um landið. Það mun
nú vera ráðið, að Heimilisiðnaðarþing verður háð hjer á íslandi
næsta sumar. Það hefur ekki verið haldið þing hjer síðan 1948, svo
það er tími til kominn. Við verðum að taka á móti gestum okkar
með dugnaði og myndarskap, eftir því sem unt er. — Framleiðslan
lijer lijá okkur gengur vel, stöðug eftirspurn eftir ullarvörum. Það
eykst ár frá ári, live margir versla með vörur úr íslenskri ull af
mörgum heimaunnum gerðum. Sjerstakega • eru peysurnar hand-
prjónuðu eftirsóttar. Við fáum mest unnið hjer i Reykjavík, en þó
nokkuð síðustu árin utan af landi. Erfiðast er að fá henluga og
fremur ódýra smámuni, en af þeim þyrfti að vera fjölbreytt úrval
handa ferðamönnum.
Af Mýrum í Austur-Skaftafellssýslu er skrifað: Steinunn Ingi-
mundardóttir, ráðunautur, var hjer hjá okkur á Mýrum í vetur í
þrjá claga. Það voru góðir dagar. Það byrjaði með því, að konur
( lijer í svcit höfðu þorraltoð, kvöldið fyrir Þorrann, um leið og
Steinunn kom. Fjórar konur fluttu stuttar ræður, sem mest gengu
út á að þakka bændunum samfylgdina, dugnað þeirra og blíðu.
Maðurinn minn, sem elsti bóndi sveitarinnar, þakkaði konunum
alla aðhlynningu og ástúð frá fyrstu tíð og fram á þennan dag. Þá