Uppeldi og menntun - 01.01.2006, Page 5
frá ritstjóra
Rannsóknir á menntun og menntamálum hafa það meginmarkmið að bæta skólastarf
og þar með lífsgæði fólks. Þær þurfa annars vegar að lýsa og spegla það sem verið er
að gera í skólum og menntastofnunum og hins vegar að ögra og setja spurningarmerki
við ríkjandi stefnu og starfshætti.
Rannsóknir á menntamálum ættu að vera grunnur stefnumörkunar í skólamálum.
Þær eiga að vera umbótamiðaðar og leiða til skólaþróunar. Stefnumarkandi ákvarðanir
um t.d. samræmd próf, skólaskyldualdur, lengd framhaldsskóla og námskrá skóla-
stiganna þurfa að vera grundaðar á rannsóknum. Til þess að svo megi verða er nauð-
synlegt að rannsakendur geti kynnt rannsóknir sínar og kennarar og yfirvöld geti
nálgast niðurstöður rannsókna.
Tímaritið Uppeldi og menntun hefur nú um 14 ára skeið verið helsti vettvangur
fræðimanna á sviði menntamála til að kynna niðurstöður rannsókna sinna. Það er
von þeirra sem að tímaritinu standa að kennarar og þeir sem vinna að stefnumótun í
skólakerfinu geti nýtt niðurstöður þessara rannsókna til að taka upplýstar ákvarðanir
um skólamál.
að undanförnu hefur tímaritið verið tvískipt. í fyrri hlutanum eru birtar rann-
sóknargreinar á sviði menntunar en síðari hlutinn er hugsaður sem vettvangur skoð-
anaskipta um álitaefni í menntamálum. að þessu sinni eru birtar fimm greinar er
fjalla um ólíkar rannsóknir á sviði uppeldis- og menntamála. Sigurlína Davíðsdóttir
og Penlope Lisi greina frá rannsókn á sjálfsmati í fjórum skólum og breytingum sem
áttu sér stað við matið. Kristján Kristjánsson fjallar um námsgreinina lífsleikni og
veltir upp álitamálum varðandi skyldleika kenningar aristótelesar um tilfinninga-
þroska og tilfinningadygðir og nútíma hugmynda um félagsþroska- og tilfinninga-
nám. Áhrif félagsgerðar grenndarsamfélagsins sem unglingar tilheyra á fráviks-
hegðun þeirra er viðfangsefni Jóns Gunnars Bernburg og Þórólfs Þórlindssonar. Rósa
Kristín Júlíusdóttir fjallar um rannsókn á hlutverki myndsköpunar í lífi ungs fólks og
Jónína vala Kristinsdóttir greinir frá starfendarannsókn á eigin stærðfræðikennslu.
Mikil umræða hefur að undanförnu átt sér stað á opinberum vettvangi um
framhaldsskólann, þróun hans og stefnu. í síðari hluta tímaritsins skrifa þrír reyndir
skólamenn, þau Svanfríður Jónasdóttir, Eygló Eyjólfsdóttir og Baldur Gíslason, um
viðhorf sín til framhaldsskólans undir yfirskriftinni: „Er framhaldsskólinn fyrir
alla?“
Ritnefnd þakkar þeim fjölmörgu
sem komu að útgáfu þessa heftis samstarfið.