Uppeldi og menntun - 01.01.2006, Qupperneq 5

Uppeldi og menntun - 01.01.2006, Qupperneq 5
 frá ritstjóra Rannsóknir á menntun og menntamálum hafa það meginmarkmið að bæta skólastarf og þar með lífsgæði fólks. Þær þurfa annars vegar að lýsa og spegla það sem verið er að gera í skólum og menntastofnunum og hins vegar að ögra og setja spurningarmerki við ríkjandi stefnu og starfshætti. Rannsóknir á menntamálum ættu að vera grunnur stefnumörkunar í skólamálum. Þær eiga að vera umbótamiðaðar og leiða til skólaþróunar. Stefnumarkandi ákvarðanir um t.d. samræmd próf, skólaskyldualdur, lengd framhaldsskóla og námskrá skóla- stiganna þurfa að vera grundaðar á rannsóknum. Til þess að svo megi verða er nauð- synlegt að rannsakendur geti kynnt rannsóknir sínar og kennarar og yfirvöld geti nálgast niðurstöður rannsókna. Tímaritið Uppel­di og­ mennt­un hefur nú um 14 ára skeið verið helsti vettvangur fræðimanna á sviði menntamála til að kynna niðurstöður rannsókna sinna. Það er von þeirra sem að tímaritinu standa að kennarar og þeir sem vinna að stefnumótun í skólakerfinu geti nýtt niðurstöður þessara rannsókna til að taka upplýstar ákvarðanir um skólamál. að undanförnu hefur tímaritið verið tvískipt. í fyrri hlutanum eru birtar rann- sóknargreinar á sviði menntunar en síðari hlutinn er hugsaður sem vettvangur skoð- anaskipta um álitaefni í menntamálum. að þessu sinni eru birtar fimm greinar er fjalla um ólíkar rannsóknir á sviði uppeldis- og menntamála. Sigurlína Davíðsdóttir og Penlope Lisi greina frá rannsókn á sjálfsmati í fjórum skólum og breytingum sem áttu sér stað við matið. Kristján Kristjánsson fjallar um námsgreinina lífsleikni og veltir upp álitamálum varðandi skyldleika kenningar aristótelesar um tilfinninga- þroska og tilfinningadygðir og nútíma hugmynda um félagsþroska- og tilfinninga- nám. Áhrif félagsgerðar grenndarsamfélagsins sem unglingar tilheyra á fráviks- hegðun þeirra er viðfangsefni Jóns Gunnars Bernburg og Þórólfs Þórlindssonar. Rósa Kristín Júlíusdóttir fjallar um rannsókn á hlutverki myndsköpunar í lífi ungs fólks og Jónína v­ala Kristinsdóttir greinir frá starfendarannsókn á eigin stærðfræðikennslu. Mikil umræða hefur að undanförnu átt sér stað á opinberum vettvangi um framhaldsskólann, þróun hans og stefnu. í síðari hluta tímaritsins skrifa þrír reyndir skólamenn, þau Svanfríður Jónasdóttir, Eygló Eyjólfsdóttir og Baldur Gíslason, um viðhorf sín til framhaldsskólans undir yfirskriftinni: „Er framhaldsskólinn fyrir alla?“ Rit­nefnd þakkar þeim fjöl­mörg­u sem komu að út­g­áfu þessa heft­is samst­arfið.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.