Uppeldi og menntun - 01.01.2006, Page 38

Uppeldi og menntun - 01.01.2006, Page 38
38 páfann Goleman sem kennivald (Elias o.fl., 1997, bls. 2; sjá einnig Cohen, 1999, og samanburð Mayers og Cobb, 2000, bls. 167, á skapgerðarmótun og félagsþroska- og tilfinninganámi). í handbók Elias o.fl. (1997) er þó sáralítið fjallað um dygðakennslu, í anda aristótelesar, skapgerðarmótunar eða annarra, og sama gildir um L. að auki má spyrja: Ef félagsþroska- og tilfinninganám á að innibinda dygðakennslu – segjum í anda aristótelesar – hvaða þörf er þá lengur á tilfinningagreindinni? Samkvæmt aristótelesi er fráleitt að kenna einvörðungu athafnadygðir; tilfinningadygðirnar skipta ekki minna máli. Og ég vona að mér hafi tekist að sýna fram á í síðasta hluta ritgerðarinnar að aristóteles gerir þeim í senn ítarlegri og betri skil en Goleman. Þriðju andmælin, sem væru séríslensk, eru þau að ekki sé ástæða til að kenna sið- ferðisdygðir innan lífsleikni þar sem þeim séu þegar gerð skil í annarri námsgrein sem kölluð er krist­in fræði, siðfræði og­ t­rúarbrag­ðafræði; þess vegna sé eðlilegt að einbeita sér að sálrænu hæfninni í lífsleikni. Um þetta mætti hafa langt mál en ég læt eftirfar- andi duga: Það er á allan hátt eðlilegt að nemendur á íslandi séu fræddir um hinn kristna trúar- og siðferðisarf enda hefur hann, ásamt hinum gríska og norræna arfi, mótað íslenska lífssýn í þúsund ár. Það er og eðlilegt að kristni sé gert hærra undir höfði í fræðslu um trúarbrögð og trúarlega siðfræði en öðrum trúarbrögðum, bæði af hinni sögulegu ástæðu og því að yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar tilheyrir enn lútersku þjóðkirkjunni og öðrum kristnum söfnuðum. Ég tel einnig fátt athugavert við það markmið námskrár í kristnum fræðum, siðfræði og trúarbragðafræði að miðla til nemenda kristnum gildum á borð við virðingu, heiðarleika, umburðarlyndi, fyrirgefn- ingu og svo framvegis (Menntamálaráðuneytið, 1999d). En hér verður þó að staldra við: Þegar stefnt er að miðl­un þessara siðferðisgilda til nemenda, til viðbótar því að fræða þá um sögulega þýðingu þeirra í kristnu ljósi, verður slíkt að byggjast á þeirri forsendu að um sé að ræða sammannleg gildi sem eigi erindi til allra nemenda, óháð trúarskoðun eða menningarlegum bakgrunni. Ella væri í senn brotið þverlega gegn stjórnarskrárvörðum rétti borgaranna til trúfrelsis og neitað að horfast í augu við þá staðreynd að ísland er nú fjölmenningarlegt samfélag. Á sama hátt eru til sammann- leg gildi sem æskilegt er að miðla til nemenda en ekki eiga sér kristnar eða trúarlegar rætur; nefna má þar dygðir á borð við stolt og réttláta reiði. Ekki er við því að búast að slíkum gildum séu gerð skil í námsgrein um kristin fræði og trúarbrögð; lífsleiknin er þar eðlilegri vettvangur. Eins og rangt væri að einskorða alla lífsgildakennslu skólans við eina námsgrein, lífsleikni, nær heldur engri átt að líta þannig á að þar sem „sið- fræði“ sé nefnd á nafn í annarri námsgrein firri það lífsleiknikennarann ábyrgð á að miðla siðlegum gildum. Þvert á móti er það hárrétt hjá höfundum L að „mannræktin“ er samvinnuverkefni margra námsgreina (L, bls. 8); raunar verkefni skólans í heild. Ég fagna því að tilfinningalegu uppeldi ungdómsins sé aukinn gaumur gefinn. að vissu leyti fagna ég því einnig að út sé komin á íslensku handbók um lífsleiknikennslu þar sem tilfinningaþroski er í öndvegi. Ég hef hins vegar orðað ýmsar efasemdir um það hér að framan að leiðarljós höfunda L – tilfinningagreind í anda Golemans – sé heppilegasta kastljósið á mannlegar tilfinningar eða að það samræmist nógu vel mark- miðum íslensku námskránna. Ég vona einnig að umfjöllun mín hafi, á almennari vísu, skerpt sýn lesenda á þá flokkadrætti sem fyrir hendi eru meðal talsmanna svokall- L Í FS LE IKn I oG T I L F InnInGAGRE InD
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.