Uppeldi og menntun - 01.01.2006, Side 44

Uppeldi og menntun - 01.01.2006, Side 44
44 viðmið ég notaði við greiningu mína. Tvær frásagnir úr kennslu minni fylgja til að gefa mynd af þróunarferlinu. í lokin fylgir greining mín á ferlinu. í rannsókninni leitaði ég svara við spurningunni: Hvaða þættir hafa áhrif á hvernig starf stærðfræðikennarans þróast? Til að greina það nánar spurði ég eftirfarandi spurninga: Hvaða áhrif hafa viðhorf kennarans til stærðfræðimenntunar á kennslu hans? Hvernig getur kennari nýtt sér þekkingu sína á námi barna, stærðfræði og stærð- fræðikennslu til að þróa starf sitt? Hvernig getur reynsla kennara af samskiptum hans við nemendur hjálpað hon- um til að ígrunda kennslu sína? Það er von mín að lýsingin á kennslu minni og greining á því námi sem átti sér stað í kennslustofunni geti varpað ljósi á starf kennarans og orðið einhverjum hvatning til að rannsaka eigin kennslu með það að markmiði að bæta hana. Bakgrunnur Rannsóknin átti sér langan aðdraganda. Þegar ég hóf framhaldsnám við Kennarahá- skóla íslands var ég starfandi kennari á yngsta stigi grunnskólans og kenndi auk þess kennaranemum og starfandi kennurum um stærðfræðinám og kennslu. Til þess að vera fær um að kenna þeim þurfti ég að vera vel að mér um allt sem tengist námi barna og kennarastarfinu. Það hvatti mig til þess að skoða mína eigin kennslu í grunn- skólanum og lesa mér til um kenningar um nám barna og nýjar rannsóknir á því sviði. Það sem ég las mátaði ég við mínar eigin hugmyndir, ræddi um það við samkennara mína og reyndi að læra af því hvernig ég gæti bætt kennslu mína. Þessi reynsla varð mér hvatning til að gera rannsókn á starfi mínu og skrifa um hana. Sú þróun sem átti sér stað í kennslu minni þau þrjú ár sem ég vann að rannsókninni er margslungin og ekki auðvelt að gera grein fyrir öllu því sem áhrif hafði á hana. Ég tel mikilvægt að gera grein fyrir þeim þáttum sem ég tel að hafi haft áhrif á hvernig við- horf mitt til stærðfræðináms og kennslu hefur mótast, bæði áður en rannsóknin hófst og einnig meðan á henni stóð. Ég gerði mér fljótlega ljóst að til að rannsaka kennslu mína þyrfti ég að kynna mér rannsóknir á starfi stærðfræðikennara. Síðar í greininni segi ég frá þeim rannsóknum sem ég kynnti mér auk þeirra rannsókna á námi barna sem mest áhrif höfðu á viðhorf mitt til starfsins og kennsluhætti mína. Eftir því sem ég las mér meira til um stærðfræðinám og kennslu gerði ég mér betur grein fyrir því hve mikil áhrif viðhorf mitt til stærðfræðimenntunar hafði á starf mitt og að mikilvægt væri fyrir mig að rannsaka hvernig það hefði þróast. Þegar ég fór að hlusta betur á útskýringar nemenda minna og reyna að skilja hvað þeir voru að segja mér komu oft upp í hugann minningar frá eigin stærðfræðinámi og mér skildist smám saman hvernig það hafði mótað viðhorf mitt til stærðfræði. Mér hefur alltaf þótt gaman að glíma við stærðfræðiverkefni og á ánægjulegar minningar um það. Reynsla mín er ólík reynslu margra sem ég hef rætt við um stærðfræðinám og ég fór að velta • • • AÐ LæRA AF E IG In KEnnSLU
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.