Uppeldi og menntun - 01.01.2006, Side 78

Uppeldi og menntun - 01.01.2006, Side 78
78 grenndarsamfélagsins eru allt tölfræðilega marktækir áhættuþættir frávikshegðunar, jafnvel þegar tekið er tillit til félagsgerðar skólahverfisins. Meginniðurstaða okkar er þó sú að félagsgerðareinkenni grenndarsamfélagsins hafa tölfræðileg tengsl við frávikshegðun unglinga þegar sömu einkennum á einstak- lingsstigi er haldið föstum. í fyrsta lagi hafa mælingar okkar á stöðugleika í félagsgerð grenndarsamfélagsins, það er fjölskyldustöðugleika, búferlaflutningum og félags- legum tengslanetum, umtalsverð samhengisáhrif á frávikshegðun. Niðurstöður sýna að unglingar sem búa í skólahverfum sem hafa mikinn fjölskyldustöðugleika (þ.e. þar sem hátt hlutfall unglinga býr hjá báðum foreldrum sínum) sýna að jafnaði minni frá- vikshegðun en aðrir, burtséð frá því hvort þeir sjálfir búa hjá báðum foreldrum. Enn- fremur kom í ljós að unglingar sem búa í skólahverfi þar sem búferlaflutningar eru hlutfallslega algengir (þ.e. þar sem hátt hlutfall unglinga hefur flutt í nýtt hverfi eða sveitarfélag nýlega) sýna meiri frávikshegðun að jafnaði, að teknu tilliti til þess hvort þeir hafi sjálfir flutt í nýtt hverfi eða sveitarfélag undanfarið ár. Loks neyta unglingar í skólahverfum þar sem félagsleg tengslanet eru þéttari (þ.e. þar sem foreldrar þekkja vini unglingsins og foreldra vina hans í meira mæli) síður fíkniefna, að jafnaði, en þeir sem tilheyra skólahverfum þar sem félagsleg tengslanet eru veikari, burtséð frá því hvort þeirra eigin foreldrar þekki vini þeirra og foreldra vina þeirra. Þessar niðurstöður styðja fyrrgreindar kenningar um félagslega óreiðu og félags- auð og benda til þess að þau kenningarlegu ferli sem rædd voru hér að framan eigi sér stað í íslensku samfélagi. Samkvæmt þessum kenningum hefur félagsgerð sem einkennist af óstöðugleika í för með sér óstöðug og gisin tengsl á milli íbúa grenndar- samfélagsins, það er unglinga, foreldra og nágranna. Niðurstöður okkar sýna einmitt að grenndarsamfélög sem einkennast af litlum fjölskyldustöðugleika og tíðum búferla- flutningum hafa að jafnaði gisnari tengsl á milli foreldra í grenndarsamfélaginu. v­ið svona aðstæður er talið að félagslegt taumhald á börnum og unglingum veikist, til dæmis að eftirlit íbúa með því sem fram fer í grenndarsamfélaginu veikist (Sampson og Groves, 1989; Sampson, Raudenbush og Earls, 1997) og að félagsleg norm missi áhrifamátt sinn (þ.e. hinar óskráðu reglur samfélagsins um hegðun veikist), enda sé máttur félagslegra norma grundvallaður á stöðugum og þéttum samskiptum milli fólks (Coleman, 1988). í samræmi við þessar kenningar benda niðurstöður okkar til þess að óstöðugleiki í félagsgerð grenndarsamfélagsins og veik tengsl milli foreldra hafi útbreidd áhrif á frávikshegðun unglinga í grenndarsamfélaginu, burtséð frá heim- ilisaðstæðum þeirra sjálfra. Á síðustu árum hafa kenningar um félagsauð (social capital) hleypt nýju lífi í grenndarnálgunina. Þessar kenningar leggja áherslu á stöðugleika og þéttni félags- legra tengsla, samstöðu og traust (Coleman 1988; Putnam, 1995). Samkvæmt þessum kenningum eru aukin samskipti innan grenndarsamfélagsins, til dæmis efling frjálsra félagasamtaka, talin stuðla að tilurð og eflingu samskiptaneta sem unnt sé að virkja með ýmsum hætti. Þannig nefnir Coleman (1988) sem dæmi að með því að efla sam- skipti milli foreldra innan grenndarsamfélagsins aukist áhrif þeirra gilda og norma sem foreldrar leggja áherslu á og skapi þannig traust og samheldni. Hann lítur svo á að það séu einmitt svona tengsl sem séu uppspretta þess félagsauðs sem ráði svo ÞAÐ ÞARF ÞoRP …
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.