Uppeldi og menntun - 01.01.2006, Síða 79

Uppeldi og menntun - 01.01.2006, Síða 79
7 miklu um velferð barna og unglinga. Þannig myndist félagsauður sem nýta megi til þess að efla stuðning við og taumhald á börnum og unglingum. Á sama hátt gæti aukið félags- og íþróttastarf og aukin þátttaka í hverfafélögum aukið félagsauð. aukin þátttaka einstaklinga í þeim tengslanetum sem eru til staðar hefur í för með sér aukna samstöðu og aukið eftirlit og aðhald með ríkjandi normum og gildum samfélagsins. Félagsauður leiðir þannig til sterkara félagslegs taumhalds í grenndarsamfélagsinu. Erlendar rannsóknir benda til þess að félagsgerð grenndarsamfélagsins geti styrkt eða veikt félagslegu tengslin sem tengja börn, foreldra, kennara og aðra samfélagsþegna í eina heild. Rannsókn okkar á sambandi félagsgerðar og frávikshegðunar unglinga í íslenskum skólahverfum bendir til þess að sú sé einnig raunin hérlendis. Mælingar á háskólamenntun foreldra í grenndarsamfélaginu tengjast ekki fráviks- hegðun unglinga í gögnum okkar, það er að segja þegar tekið er tillit til þess hvort skólahverfin eru innan höfuðborgarsvæðisins eða utan þess. Þessar niðurstöður eru í ósamræmi við niðurstöður rannsókna frá Bretlandi og Bandaríkjunum sem sýnt hafa neikvætt samband á milli stéttarstöðu foreldra í grenndarsamfélaginu og afbrotatíðni þess (Sampson og Groves, 1989; Sampson, Raudenbush og Earls, 1997). v­elta má vöng- um yfir því hvers vegna menntun foreldra í grenndarsamfélaginu hefur ekki þau tengsl við frávikshegðun sem komið hafa fram erlendis. Efnahagslegur ójöfnuður hef- ur verið minni hérlendis en gengur og gerist í fyrrgreindum löndum (Stefán ólafsson, 1999), en jöfnuður deyfir líklega þau áhrif sem lág stéttarstaða getur haft á lífsskilyrði barna og unglinga. Ennfremur eru gæði íslenskra grunnskóla ekki háð efnahagsstöðu foreldra í grenndarsamfélaginu, að minnsta kosti ekki í þeim mæli sem gerist víða er- lendis. Þess ber þó að gæta að gögnum okkar var safnað árið 1997 og taka þau því ekki tillit til nýlegra breytinga á félagsgerð íslensks samfélags. Jafnframt ber að hafa í huga að í gögnum okkar eru engar beinar mælingar á fátækt eða skorti. Niðurstöður okkar benda þó til þess að félags- og efnahagsstaða foreldra skipti máli. atvinnuleysi foreldra hefur marktæk samhengisáhrif á frávikshegðun unglinga. Unglingar í skólahverfum þar sem hlutfallslega margir jafnaldrar þeirra eiga foreldra sem báðir hafa verið atvinnulausir nýlega sýna að jafnaði meiri frávikshegðun, burt- séð frá því hvort þeirra eigin foreldrar hafi verið atvinnulausir nýlega. í þessu sam- bandi ber að hafa í huga að atvinnuleysi beggja foreldra getur verið vísbending um ólík vandamál. í einhverjum tilfellum gæti atvinnuleysi beggja foreldra endurspegl- að tímabundinn atvinnumissi foreldra með tilheyrandi álagi á fjölskyldumeðlimi. í öðrum tilfellum kann atvinnuleysi beggja foreldra að endurspegla heimilisaðstæður sem einkennast af viðvarandi félagslegum erfiðleikum eða jafnvel heilsufarslegum vandamálum sem halda foreldrum frá vinnumarkaði. Gögn okkar geta ekki gert upp á milli ólíkra skýringa á tölfræðilegu sambandi atvinnuleysis foreldra og frávikshegð- unar, en hver svo sem skýringin er styðja niðurstöður þá hugmynd að álagstengd vandamál fjölskyldna séu ekki einkamál þeirra ungmenna sem við slíkar aðstæður búa heldur hafi vandamálin útbreidd áhrif á grenndarsamfélagið. augljóst er að þörf er á að kanna samband stéttarstöðu, fátæktar, atvinnuleysis og frávikshegðunar betur en kostur gafst á í þessari rannsókn, ekki síst í ljósi þeirra breytinga sem átt hafa sér stað á íslenskri samfélagsgerð á undanförnum árum. JÓn GUnnAR BERnBURG, ÞÓRÓLFUR ÞÓRLInDSSon
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.