Uppeldi og menntun - 01.01.2006, Side 110

Uppeldi og menntun - 01.01.2006, Side 110
110 prófi 24 ára og var hlutfall stúdenta hæst þar en áberandi lægst, eða um 32%, meðal fólks sem lauk grunnskóla í þéttbýli án fullgilds framhaldsskóla eins og á við um flest þorp og bæi á íslandi. Þar er hlutfall fólks sem aldrei skráir sig í framhaldsskóla líka langhæst eða um 15% samanborið við 5–9% í viðmiðunarhópunum (Jón Torfi Jónas- son og Kristjana Stella Blöndal, 2002). Búseta og aðgengi að framhaldsskóla virðast því skipta máli bæði um það hvort nemandi fer í framhaldsskóla og hvort og hvenær hann útskrifast þaðan. Þegar horft er til menntunarstigs þjóðarinnar eftir landshlutum kemur líka í ljós að það er mun lægra úti á landi en á höfuðborgarsvæðinu. Talað er um 40% hópinn, sem er sá hópur fólks sem einungis hefur grunnmenntun eða lágmarksmenntun. í Reykja- vík háttar þannig til um 35% vinnuaflsins. Þetta hlutfall er miklu hærra víða úti um landið. Það er t.d. 62% á Norðurlandi vestra þar sem það er hæst. Á flestum stöðum úti um landið er þessi hópur um eða yfir helmingur starfandi fólks (Hagstofa íslands, 2002). Fjölgun framhaldsskóla með nýtingu nútímatækni til að tryggja gæði kennsl- unnar ætti því að vera markmið menntamálayfirvalda svo lögin um framhaldsskóla fái betur staðist. Ver­kleg­t nám – bókleg­t nám í niðurstöðum rannsóknar Jóns Torfa og Guðbjargar andreu, sem fram koma í Náms­ feril­l­ í framhal­dsskól­a frá árinu 1992, kemur fram að tveir af hverjum þremur svarendum í könnun þeirra segja að þeim hafi líkað betur við verknám en bóklegt nám þegar þeir voru í skóla. Einnig kemur fram hjá þeim sem ekki hafa stundað nám eftir grunnskóla að enn fleiri úr þeim hópi líkar verknám betur (Jón Torfi Jónasson og Guðbjörg andrea Jónsdóttir, 1992). Það er athyglisvert að svo stórum hópi þeirra sem aldrei hefja fram- haldsskólanám skuli líka verknám betur og styður það þá kenningu að þeim bjóðist ekki nám við hæfi. Miðað við tölfræðiupplýsingar Hagstofunnar sem fram koma í svari menntamálaráðherra á alþingi veturinn 2003–2004 er nokkur munur á brottfalli nemenda eftir því hvort þeir eru í bóknámi eða starfsnámi. Ef horft er til þeirra nem- enda sem hófu nám haustið 2002 var brottfall þeirra 11,7% í bóknámi en 20,9% í starfs- námi. Ekki er gerð tilraun til þess að skýra þennan mikla mun. í sama svari er tafla yfir brottfall í einstaka framhaldsskólum þetta sama skólaár. Þar kemur fram gífurlegur munur á milli skóla, og verkmennta- og iðnskólarnir virðast koma verr út en bóknáms- skólarnir (alþingi. 130. þing, þingskj. 1406). í skýrslunni Brot­t­fal­l­ úr námi kemur fram að afstaða fólks til þess hvort því líkaði betur bóklegt eða verklegt nám í efri bekkjum grunnskóla tengdist námslokum þannig að þeir sem líkaði betur verklegt nám eða gátu ekki gert upp á milli bóklegs og verklegs náms voru ólíklegri til að hafa lokið framhaldsskóla. Höfundar telja að það gefi vísbendingu um að þeir nemendur sem hafa áhuga á verklegu námi finni ekki nám við hæfi. (Jón Torfi Jónasson og Kristjana Stella Blöndal, 2002). Það er vissu- lega ákveðin „hindrun“ þess að framhaldsskólinn sé fyrir alla og gæti skýrt meint áhugaleysi margra. Samanburður á ferli ungs fólks í gegnum framhaldsskóla, með sér- stakri athugun á starfsmenntun, hefur leitt í ljós að hvað sem raunverulegum áhuga líður skráir sig mun hærra hlutfall nemenda í bóknám hér á landi en á hinum Norður- V IÐHoRF
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.