Búnaðarrit - 01.01.1992, Blaðsíða 32
Undirritaður og Gísli Karlsson hjá Framleiðsluráði sátu fulltrúaráðsfund,
sem haldinn var í Osló dagana 14. og 15. mars sl., í forföllum Stéttarsam-
bandsmanna, formanns og ritara, sem jafnan sækja stjórnarfundina. Þar var
einkum rætt um þær breytingar, sem eru á döfinni varðandi landbúnaðar-
stefnu bæði meðal einstakra þjóða og í fjölþjóðasamvinnu. Eins og að
undanförnu voru það EES og GATT-samningar, sem mest voru á dagskrá.
Tillögur um nýskipan landbúnaðarmála í Noregi sköpuðu allmiklar
umræður meðal Norðmanna innbyrðis.
Aðalfundur NBC var haldinn í Linköping í Svíþjóð dagana 13.-15. ágúst.
íslenskir þátttakendur í ráðstefnunni voru tólf, og voru Jón Helgason og
undirritaður þar frá Búnaðarfélagi íslands.
Umhverfismál og haldbær þróun landbúnaðar svo og hvað verður um
landbúnað einstakra ríkja í umróti alþjóðasamninga voru meginmál þessa
fundar. Ólíkt því, sem gerist hér á landi, ræða hinar Norðurlandaþjóðirnar
mest um það, hvernig bændur þar geti eflt samvinnusamtök sín, sameinað
þau í öflugri einingar og haft með sér samtök yfir landamærin.
Þá var í ræðum á þinginu oft vikið að alþjóðlegu ráðstefnunni á vegum
IFAP, Alþjóðasambands búvöruframleiðenda, sem þá var í undirbúningi
og haldin var í Reykjavík 15.-16. október, en það var einkum fyrir atbeina
NBC, að sú ráðstefna var haldin.
Samtök norrænna búvísindamanna (NJF). Flestir ráðunautar B.í. eru í
samtökunum, og veitir félagið íslandsdeildinni nokkurn fjárstuðning.
Samtökin halda aðalráðstefnu fjórða hvert ár til skiptis í löndunum. Hún
var haldin í Uppsölum á sl. sumri og sóttu hana þrír af ráðunautum B.í.
Ráðunautar gera grein fyrir þátttöku sinni í samtökunum hver í sinni
starfsskýrslu.
Búfjárrœktarsamband Evrópu (EAAP). Búnaðarfélag íslands er aðili að
samtökunum ásamt Rannsóknarstofnun landbúnaðarins. Ráðunautarnir
Ólafur E. Stefánsson og Ólafur R. Dýrmundsson sóttu ráðstefnu samtak-
anna í Berlín á sl. sumri. Ólafur R. Dýrmundsson annast samskipti við
EAAP.
Samband nautgriparœktenda á Norðurlöndum (NÖK). Búnaðarfélagið
hefur stutt þátttöku í samtökunum, en formaður íslandsdeilar er Jón Viðar
Jónmundsson, ráðunautur.
Alþjóðasamtök eigenda íslenskra hesta (FEIF) ná nú til 14 eða 15 Ianda
fyrir utan ísland, þar sem íslenskir hestar eru haldnir. Búnaðarfélag íslands
og Landssamband hestamanna koma fram fyrir íslands hönd í samtökun-
um. Kristinn Hugason, ráðunautur, annast þessi samskipti fyrir hönd
Búnaðarfélagsins, en mest af þeim hvílir á Landssambandi hestamanna.
Heimsmeistaramót íslenskra hesta var haldið í Norköping í Svíþjóð 12,-
18. ágúst. Auk þess sem Islendingar tóku þátt í gæðingakeppni með
30