Búnaðarrit

Volume

Búnaðarrit - 01.01.1992, Page 42

Búnaðarrit - 01.01.1992, Page 42
sæti sem gjaldkeri í stjórn íslandsdeildar NJF á sl. ári og sótti þá fundi, sem deildin stóð að. Dagana 17.-20. júní sótti ég ráðstefnu NJF, sem haldin var í Uppsölum í Svíþjóð. Yfirskrift ráðstefnunnar og megin viðfangsefni var „Norrænn landbúnaður í sátt við umhverfið.“ Ráðstefna þessi var mjög fróðleg, og vísa ég til greina í Frey (nr. 21/91), þar sem við Óttar Geirsson segjum frá nokkru af því, sem fjallað var um á ráðstefnunni. Ég lagði til veggspjald (poster) ásérdagskráskorar VIII, ásamt fjölfölduðum texta, þar sem kynnt var framræslulilraunin á Hesti og helstu niðurstöður hennar. Dagana 12.-13. október sat ég þing Landverndar, sem haldið var í Munaðarnesi, sem fulltrúi BÍ. Þá sótti ég tvo fundi (sem fulltrúi BÍ), sem umhverfisráðuneytið boðaði til um sinubrennslu, en ráðuneytið hyggst endurskoða reglur um hana. Hlunnindi. Æðarrœkt. Varp gekk víðast hvar vel á Iiðnu vori. Á sumum svæðum er um aukningu að ræða (Austurland og víðar), annars staðar stendur varp nokkuðí stað á milli ára, en til eru svæði, þar sem varper dálítið minna en sl. ár. Á það einkum við um norðanverðan Breiðafjörð, Dýrafjörð og Önund- arfjörð. Óljóst er, hvað veldur, því að tíðarfari og ytri aðstæðum sl. vetur og vor (eða vargi) verður tæplega um kennt. Sumir kenna um miklum afföllum á ungum, sérstaklega vorið 1988, en þeir ungar hefðu átt að byrja að skila sér í varp sl. vor. Aðrirnefna þann toll, sem grásleppunet ogönnur net taka. Sums staðar kenna menn um aukinni unrferð hraðbáta, almennri skotveiði og truflun, sem þessu fylgir þar, sem aðkomumenn fara mikið um. Þá er ekkert vitað um, hvort sjúkdómar, mengun eða tilflutningur á fugli geti hér valdið einhverju. Þetta vekur athygli á því, hversu lítið við í raun vitum um þennan nytjafugl okkar, og að full ástæða er til að stórefla allar rannsóknir tengdar æðarfugli. Áhugi manna á æðarræktinni hefur tvímælalaust verið að aukast á undanförnum árum, dúntekjan á landinu hefur vaxið jafnt og þétt og var komin í 3137 kg af útfluttum dún árið 1990, sem er svipað og 1989, en mun meira en næstu ár þar á undan. Aukinn áhugi á greininni er eflaust að talsverðu leyti vegna þess, að verð hefur veriðgott oghækkaðþar til sl. vor. Ég hef reynt að fylgjast með markaðsmálum eftir bestu getu og tekið þátt í tveim fundum um þau mál með útflytjendum og stjórn ÆÍ, fundir þessir voru í janúarlok og í byrjun september. Ég heimsótti um 60 æðarbændur á sl. vori bæði gamalgróna bændur og einnig þá, sem eru að koma upp nýverpi eða örva lítið varp. Ég reyni að taka skipulega fyrir ákveðin svæði, og að þessu sinni fór ég um Austurland, V,- Húnavatnssýslu og á nokkra bæi utan þessara svæða. Á þessum svæðum leit varp mjög vel út og virtist í aukningu. Ég sat eins og undanfarin ár alla stjórnarfundi ÆÍ og ritaði þar fundar- 40
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232

x

Búnaðarrit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.