Búnaðarrit - 01.01.1992, Page 50
skeruseinkun varð veruleg, og var því heildaruppskera minni en reikna
mátti með á árinu af inniræktuðum tegundum.
Miðlun og leit upplýsinga um garðyrkju var stór hluti af starfi mínu. Þar
um veldur mestu EES og GATT viðræðurnar.
Þeir aðilar sem ég reyndi að miðla til voru þessir helstir:
Samband garðyrkjubænda, vegna útgáfu á kynningarriti í samvinnu við
Upplýsingaþjónustu landbúnaðarins.
Starfshópur sjömannanefndar um lækkun búvöruverðs, vegna skýrslu
um málefni ylræktar á íslandi.
Umhverfisráðuneyti, vegna plöntu- sveppa- og illgresislyfja í garðyrkju
og grænfóðurrækt.
Markús Möller hagfræðingur, vegna samanburðar á rekstrarsskilyrðum
garðyrkju hér á landi og í Hollandi. Verk þetta vinnur hann að beiðni
landbúnaðarráðuneytis.
Upplýsingaþjónustu landbúnaðarins, ýmsar upplýsingar um ræktun,
framleiðslu og innflutning.
Tryggingamál. Eins og kom fram í síðustu ársskýrslu, nýtur stétt garð-
yrkjubænda ekki lengur forfalla- og afleysingaþjónustu, og auk þess hafa
þeir sagt sig úr Bjargráðasjóði.
Asamt formanni Sambands garðyrkjubænda átti ég viðræður við trygg-
ingafélög um tryggingar, sem myndu verða garðyrkjubændum hliðstæð eða
fyllri tryggingavernd. Ljóst er, að ekki verður hægt að kaupa jafnvíðtæka
tryggingu og Bjargráðasjóður er. Þar strandar fyrst og fremst á tryggingum
vegna sjúkdóma og meindýra auk uppskerutaps vegna veðurfars í útirækt.
Raforkumál. Gífurleg aukning varð á notkun lýsingar í gróðurhúsum á
árinu. Má þar þakka jákvæðari viðhorfum orkusala, fyrst og fremst. Áfram
er unnið að því að tryggja hagstætt raforkuverð frá veitunum. Á Orkuþingi
1991 fiutti ég erindi um orkunotkun í garðyrkju. Þar kom fram, að
raforkunotkun hefur 5-faldast frá árinu 1985 og er í dag um 5,5 GWst/ári.
Benti ég á það að auka mætti notkunina upp í um 26 GWst/ári með því að
lýsa öll gróðurhús í blómarækt. Undirtektir orkusala hafa verið jákvæðar.
Eg á sæti í nefnd á vegum Sambands garðrykjubænda, sem fjallar um
raforkumál.
Leidbeiningastarfið. Vegna anna var ekki eins mikið um heimsóknir á
garðyrkjustöðvar og æskilegt væri.
Fræðslufundir voru þrír, einn í uppsveitum og tveir í Hveragerði.
Ég samdi og þýddi nokkrar greinar um ræktunarleiðbeiningar einstakra
tegunda bæði fyrir einstaka bændur og einnig til dreifingar til ákveðinna
hópa bænda. Mest er um leiðbeiningar til einstakra bænda, sem hafa
samband vegna ákveðinna mála.
Á árinu áskotnaðist mér tölva, og hefi ég komiö mér upp gagnabanka,
sem auðveldar mjög úrlausnir tilfallandi vandamála.
48