Búnaðarrit - 01.01.1992, Side 61
skoðunar samtals 699 kýr, þegar sýningum lauk. Nokkuð vantaði á
tilskilinn lágmarksfjölda undan sumum nautanna, en flestar tölulegar
upplýsingar bentu til, að flest þeirra nauta, sem þannig háttaði til um,
mundu ekki koma til frekari notkunar, og var því ekki talin ástæða til
frekari skoðunar. Margt var af fallegum ungum kúm í þessum hópi, en
fullljóst er þó, að sem heild stendur þessi árgangur nauta verulega að baki
nautum frá árinu 1984, sem að vísu kemur engum á óvart, sem þekkir mun á
ætterni þessara nautahópa.
Nautastöðin. Uppeldisstöðin. Forstöðumenn þessara stöðva, þeir Diðrik
Jóhannsson og Sigurmundur Guðbjörnsson, munu gera grein fyrir starfi
þeirra í sínum starfsskýrslum. Eg annast að vísu allt fyrsta val nautkálfa,
sem bjóðast Uppeldisstöðinni. Rekstur beggja stöðvanna gekk með mikl-
um ágætum á árinu. Framboð af nautkálfum var með sérstökum ágætum og
hefur aldrei verið betra. Undir lok ársins skapaðist að vísu sú staða, að
stöðvarnar voru nær iokaðar, þar sem erfiðlega gekk að losna við gripi í
sláturhús vegna mikils framboðs sláturgripa á síðustu mánuðum ársins.
Nautgriparœktarnefnd. Eins og fram kemur í starfsskýrslu síðasta árs, tók
þá til starfa nautgriparæktarnefnd, skipuð samkvæmt búfjárræktarlögum. í
nefndinni sitja héraðsráðunautarnarnir Guðmundur Steindórsson á Akur-
eyri og Sveinn Sigurmundsson á Selfossi og bændurnir Jón Gíslason á Lundi
og Jón Eiríksson á Búrfelli auk mín, semfer með formennsku nefndarinnar.
Nefndin fer með yfirstjórn kynbótastarfsins í nautgriparækt samkvæmt
lögum. Nefndin hefur á árinu haldið þrjá fundi. Á fyrsta fundi nefndarinnar
var gengið frá afkvæmadómum á nautum Nautastöðvarinnar, sem fædd
voru árið 1984. Þessi hópur taldi 14 naut og var því fullsmár, en vafalítið er
þetta langöflugasti hópur nauta, sem fram hefur komið í ræktunarstarfinu
hér á landi. Þrjú naut fengu dóm sem nautsfeður: Sopi 84004 frá Lækj-
artúni, Ásahreppi, Þistill 84013 frá Gunnarsstöðum, Þistilfirði og Belgur
84036 frá Tóftum, Stokkseyrarhreppi. Því til viðbótar hlutu eftirtalin naut
dóm til áframhaldandi notkunar: Olli 84003 frá Efri-Brúnavöllum, Skeið-
um, Steggur 84014 frá Gásum, Glæsibæjarhreppi, Suðri 84023 frá Hjálm-
holti, Hraungerðishreppi, Merkúr 84029 frá Tóftum, Stokkseyrarhreppi og
Flórgoði 84031 frá Heiði, Ásahreppi. Sæði úr flestum þessara nauta hefur
verið í notkun frá Nautastöðinni á árinu 1991. Þistill 84013 var dæmdur
besta nautið í þessum árgangi, og var Gunnari Halldórssyni á Gunnarsstöð-
um veitt viðurkenning Búnaðarfélags íslands á aðalfundi Búnaðarsam-
bands Norður-Þingeyinga í júní.
Líklega er stærsta mál, sem kom til umfjöllunar hjá nautgriparæktar-
nefnd á árinu, að veita umsögn um innflutning nautgripa í samræmi við
ákvæði búfjárræktarlaga. Þetta erindi barst nefndinni frá Landssambandi
kúabænda og stjórn Búnaðarfélags Islands. Nefndin skilaði ítarlegri grein-
argerð um þetta mál til landbúnaðarráðherra.
59