Búnaðarrit

Volume

Búnaðarrit - 01.01.1992, Page 70

Búnaðarrit - 01.01.1992, Page 70
tækifærið til að fara í stutta könnunarferð í nokkur heimalönd og í afrétt sveitarinnar. Skömmu síðar auglýsti Ölfushreppur bann gegn lausagöngu stórgripa. Þeim sveitarfélögum fer nú fjölgandi, sem takmarka lausagöngu hrossa eða stórgripa og jafnvel alls búfjár þar, sem aðstæður leyfa, í samræmi við lög um búfjárhald nr. 46/1991. í byrjun október flutti ég stutt erindi ásamt Ólafi E. Stefánssyni á fræðslufundi á Rannsóknastofnun landbúnaðarins á Keldnaholti um ráðstefnuferð okkar til Þýskalands í september. A þessum tíma sat ég umræðufund um sinubrennslu, sem umhverfisráðuneytið gekkst fyrir í Borgartúni 6. Dagana 16,-18. október sótti ég ráðstefnu Alþjóðasambands búvöruframleiðenda, IFAP, í Bænda- höllinni, aðstoðaði nokkuð við undirbúning hennar og var annar tveggja fararstjóra í kynnisferð um Suðurland í lok ráðstefnunnar. Umhverfismál, nánar tiltekið „landbúnaður og sjálfbær þróun“, var efni þessarar alþjóð- legu ráðstefnu, sem tókst með ágætum, og munu ályktanir hennar verða lagðar fram á Heimsráðstefnu þjóðarleiðtoga, sem Sameinuðu þjóðirnar halda í Rio de Janeiro í Brasilíu í júní 1992, en þar verða umhverfis- og þróunarmál sett í öndvegi. í lok október var ég einn þriggja frummælenda í umræðum um hrossabúskap á Islandi á 42. ársþingi Landssambands hestamannafélaga í Félagsheimili Kópavogs (sjá ritskrá). í byrjun nóvem- ber sat ég fjölmennan kynningarfund landbúnaðarráðuneytisins í Borgar- túni 6 um gróðurvernd og landgræðslu og flutti þar erindi um breytta beitarhætti (sjá ritskrá). Geitfjárræktarfélag íslands varstofnað22. nóvem- ber í Bændahöllinni, og flutti ég þar stutt erindi um geitfjáreign í landinu. Fyrr í mánuðinum hafði ég aðstoðað nokkra geitaeigendur á undirbúnings- fundi á sama stað. í byrjun desember heimsótti Búfræðslunefnd Bænda- skólanna á Hvanneyri í Borgarfirði og Hólum í Hjaltadal til að kanna möguleika á verkaskiptingu skólanna, og var ég ritari nefndarinnar í ferðinni. í annarri viku september sat ég 42. ráðstefnu Búfjárræktarsam- bands Evrópu (EAAP) í Berlín í Þýskalandi. Ég hafði skipulagt einn fund Sauðfjár- og geitadeildar, sem fjallaði um klippingu sauðfjár og geita, og flutti þar yfirlitserindi um haust- og vetrarrúning sauðfjár. Það mun síðar birtast í ritinu Búvísindum. Auk þess flutti ég stutt erindi um stöðu og horfur sauðfjár- og geitfjárræktar á íslandi í sömu deild (sjá ritskrá). Geitfjárrœkt. Ásettar geitur haustið 1990 voru samtals 332 samkvæmt forðagæsluskýrslum, og hefur þeim fjölgað nokkuð á seinni árum. Geitaeig- endur voru í flestum sýslum landsins, samtals 50 með 1-47 geitur hver. Skýrsluárið 1989-1990 skiluðu 32 geitaeigendur skýrslum fyrir samtals 259 geitur, og var stofnverndarframlagið, kr. 2.400 á ásetta geit, greitt í lok nóvember. Ég hef leiðbeint nokkrum geitaeigendum við útvegun á höfrum vegna skyldleika, í samráði við Sauðfjárveikivarnir. Þá aðstoðaði ég geitaeigendur við undirbúning félagsskapar, og var Geitfjárræktarfélag íslands stofnað 22. nóvember 1991, eins og áður var vikið að. Fyrstu stjórn 68
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232

x

Búnaðarrit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.