Búnaðarrit

Årgang

Búnaðarrit - 01.01.1992, Side 85

Búnaðarrit - 01.01.1992, Side 85
Á fyrri fundinum var fjallað um reglugerð við búfjárræktarlögin. Reglur um dóma og sýningar fyrir árið 1991 voru samþykktar. Kynbótamat fyrir árið 1991 var kynnt, framgangur vinnu við nýja skýrsluhaldið sömuleiðis og upphæð sýningargjalda rædd auk umræðna undir liðnum önnur mál. Hinn 30. apríl voru nefndarmenn síðan við störf á Stóðhestastöðinni í Gunnars- holti, fylgdust með dómum á eldri hestunum og tóku þátt í skoðun á þeim yngri, og tekin var ákvörðun um framtíð hvers og eins hests á stöðinni. Á síðari fundinum var gengið frá vali nýrra fola á Stóðhestastöð. Ný reglugerð við búfjárræktarlögin var kynnt (reglugerð nr. 418 frá 26. ágúst 1991). Málefni Stofnverndarsjóðs voru til umræðu, bæði hvað varðar stöðu og framtíðarhlutverk sjóðsins, auk þess sem úthlutun úr honum fyrir árið 1991 var ákveðin, hvað það varðar, sjá skýrslu Þorkels Bjarnasonar. Niðurstaða áðurnefndrar sérfræðinganefndar um kynbótamat var kynnt. Grein var gerð fyrir opinberum framlögum til hrossaræktar árið 1991. Starf við skýrsluhald og útgáfumál í hrossarækt var kynnt og búfjárræktarsam- þykkt Félags hrossabænda var lögð fram í nefndinni, en ekki afgreidd. Reglur um kynbótadóma og sýningar voru ræddar lítillega vegna væntan- legrar lokaafgreiðslu málsins, og fyrirhugaðar ráðstefnur og fundir um hrossarækt voru kynntir. Að lokum greindi Þorkell Bjarnason frá rann- sóknardvöl sinni í Svíþjóð haustið 1991, og ýmis mál voru rædd undir liðnum önnur mál. Svo sem fram kom í skýrslum hrossaræktarráðunauta til síðasta Búnaðar- þings, gekk starf í Hrossaræktarnefnd svo illa á árinu 1990, að nefndin var í raun óstarfhæf. Slíkt gengur ekki í ljósi þess mikla hlutverks til stefnumót- unar í starfinu, sem Hrossaræktarnefnd hefur lögum samkvæmt. Aðalá- stæður þessa voru tvær: f fyrsta lagi var gengið á svig við búfjárræktarlög við skipun nefndarinnar, þannig að þess var ekki gætt, að fulltrúar starfandi ráðunauta væru í meirihluta í nefndinni. Nefndin var fjölmenn, sjö fulltrú- ar, sem stenst lög, en þau gera hins vegar ráð fyrir meirihluta starfandi ráðunauta til að styrkja hlut faglegra sjónarmiða í afgreiðslu mála. í öðru lagi hafði hluti nefndarmanna ekki vilja og e.t.v. ekki getu til að taka málefnalega þátt í rökræðum. Fyrir fyrri fund nefndarinnar á þessu ári urðu veruleg mannaskipti í nefndinni. Jón Finnur Hansson og Guðmundur Sigurðsson, héraðsráðunautar, tóku sæti Guðmundar Jónssonar og Helga Eggertssonar, sem ekki uppfylltu skilyrði búfjárræktarlaga um kjörgengi. Auk þess sagði Halldór Gunnarsson frá Félagi hrossabænda af sér, en í hans stað tók Þórir ísólfsson sæti í nefndinni. Á fyrri fundi nefndarinnar þokaðist þetta allt í rétta átt, svo að hægt var að afgreiða þau mál, sem fyrir vorfundi lágu. Sá fundur var hins vegar ákaflega erfiður. Á síðari fund nefndarinnar árið 1991 mætti svo Kjartan Georgsson í stað Einars E. Gíslasonar frá Félagi hrossabænda. Síðari fundurinn gekk vel, og er það fyrsti fundur þessarar nefndar, sem hægt er að segja það um. Skoðanir voru skiptar um 83
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226
Side 227
Side 228
Side 229
Side 230
Side 231
Side 232

x

Búnaðarrit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.