Búnaðarrit - 01.01.1992, Page 99
Vænti ég, aö þessi starfsemi eigi eftir aö aukast verulega og geti orðið
loðkanínuræktinni til framdráttar.
Ég hefi einnig starfað að undirbúningi á námskeiðum, sem halda á í
janúar 1992 að Hvanneyri, þar sem kennt verður: 1. slátrun á kanínum og
frágangur á kjöti, 2. sútun kanínuskinna, en vaxandi áhugi er fyrir þeim í
nágrannalöndunum, og 3.úrvinnsla á kanínufiðu. Leiðbeinandi á því
námskeiði verður Ossian Ködholm, kanínuráðunautur frá Noregi.
A s.l. vetri voru hafnar fóðurtilraunir á kanínum hér á Hvanneyri
(Vatnshömrum). Tilraunir þessar voru gerðar í samvinnu við Sverri
Júlíusson, sem var að ljúka námi frá Búvísindadeild og tók fóðrun
loðkanína sem aðalverkefni til kandídatsprófs.
Þetta eru fyrstu og einu fóðurtilraunir, sem gerðar hafa verið hér á landi
með kanínur. Markmið tilraunanna var einkum að komast að því, hvað gott
heimaaflað gróffóður (hey og rúlluvothey) geti fullnægt miklum hluta
fóðurþarfar loðkanína. Kjarnfóður er einn dýrasti liður í fóðruninni og því
mikilsvert að geta dregið úr honum. I stórum dráttum má fullyrða, að ef
gott hey er gefið, nægi að gefa 40 g af kjarnfóðri á kanínu á dag. í framhaldi
af þessum tilraunum var í samvinnu við Fóðurblönduna h.f. og sérfræðing
hennar, Erlend Jóhannsson, sett saman ný kjarnfóðurblanda handa
kanínum, sem ætti að henta betur, þegar heyfóður er svo stór hluti af
fóðrinu. Svo virðist sem verð á kanínufiðu sé stígandi á heimsmarkaði, og
ætti það að koma íslenskum kanínubændum til góða. Er það von mín, að
það ásamt endurskipulagningu Fínullar gefi íslenskunt kanínubændum
heldur bjartari von um framtíðina.
7
97