Búnaðarrit - 01.01.1992, Blaðsíða 109
aðila frá Svínaræktarfélagi íslands og Landssambandi kúabænda. í þessum
hópi voru bæði bændur og ráðunautar. Aðaltilgangur minn með ferðinni
var að skoða Agromek-landbúnaðarsýninguna í Herning á Jótlandi, en auk
þess fylgdi ég hópnum í heimsóknir í aðalstöðvar dönsku leiðbeiningaþjón-
ustunnar í Skejby og á búnaðarskólann í Odense og á tvö bændabýli. Ásamt
hluta hópsins heimsótti ég einnig verksmiðjur Fænö-Langkjær (innréttingar
í svínahús) og Funki (loftræstikerfi) og Royal Dane Ouality svínasláturhús-
ið í Herning. Hafði ég mikið gagn af þessari ferð.
Noregsferð 27.10-3.11. Þessi ferð var skipulögð af félagi héraðsráðu-
nauta til þess að kynnast uppbyggingu og skipulagi leiðbeiningaþjónustu,
kennslu og landbúnaðarrannsókna í Noregi. Stjórn Búnaðarfélags íslands
óskaði eftir því, að égtæki að mérfararstjórn fyrir þcim hópi, semfór íþessa
ferð, en þátttakendur voru alls 22. Bjuggum við í Osió og höfðum
hópferðabíl til umráða, sem ók okkur milli staða.
Ferðina skipulagði Rolf Horntvedt, landsráðunautur í bútækni á Ási.
Hann hafði einnig samband við alla þá aðila, sem við heimsóttum, og
undirbjó komu okkar. Við heimsóttum eftirtaldar stofnanir: Statens Fag-
tjeneste for Landbruket, Fylkeslandbrukskontoret i Östfold, Landbruks-
kontoret i Rakkestad, Norges Bondelag, Norsk Institutt for Landbruks-
ökonomisk Forskning, A/L Landbruksdata, Nordre Brevik gárd (býli),
Husdyrkontrollen, Norsk Forkonservering, Forsöksringene, Institutt for
Husdyrfag, Institutt for Tekniske Fag, Hellerud forsöksstasjon, Hvam
Videregáende skole, Björke Forsöksstasjon, Apelsvoll Forsöksstasjon og
Norges Landbrukshögskole.
Þessi ferð var mjög fróðleg og gekk í alla staði vel. Hópurinn hefur gefið
út skýrslu um ferðina, og vísa ég til hennar um frekari upplýsingar: Skýrsla
um kynnisferð ráðunauta og leiðbeinenda til Noregs 27.10-3.11 1991,
Bændaskólinn Hólum 1991.
Að lokum vil ég þakka öllu samstarfsfólki hjá Búnaðarfélagi íslands fyrir
ánægjulegt samstarf á árinu.
107