Búnaðarrit - 01.01.1992, Page 110
Byggingaþjónusta
Sigurður Sigvaldason
Hænsnahús
Geymslur
Gróöurhús
Hesthús. .
Starf mitt hefur að langmestu leyti verið að
gera burðarþolsuppdrætti í hús þau, sent
teiknuð eru hér hjá BBÍ og í nokkrunt tilfell-
um í hús, sem aðrir hafa teiknað.
Skipting verkefna eftir húsgerðum er
þannig:
fbúðarhús (viðbyggingog breytingar) 4 verkefni
Fjós, ný............................ 9
Fjós, viðbyggingar................. 32
Fjós,haughús........................ 6
Hlöður............................. 16
Svínahús............................ 5
.................................. 1
.................................. 10
..................................... 7
..................................... 4
105 verkeíni
Þegar þessi skrá er skoðuð, vekur athygli, að fjósbyggingar ásamt með
haughúsum eru fast nær helmingur (45%) allra verkefna. Orsökin er að
hluta til reglugerðarákvæði, sem segir, að lokað haughús skuli vera við
hvert fjós. Margir bændur notuðu tækifærið og stækkuðu fjósin einkum til
uppeldis geldneyta.
Ný fjós, níu talsins, telst ekki mikið, þegar litið er til þess að endurnýja
þarf 700-750 bása árlega til þess að 40 ára endurnýjun náist. Verkefni tengd
íbúðarhúsum voru fjögur talsins á árinu, aðallega viðbyggingar og breyting-
ar á gömlum teikningum.
Þegar Byggingastofnun landbúnaðarins (BL) var lögð niður 1990, tel ég,
að visst tómarúm hafi skapast í sambandi við hönnun íbúðarhúsa og þó
einkum viðbygginga við íbúðarhús, enda var mikill meirihluti íbúðarhúsa til
sveita teiknaður þar, þótt til þeirra hafi komið lán frá Húsnæðisstofnun
ríkisins. Hugsanlega gæti BBÍ verið bændum til aðstoðar, t.d. komið á
108