Búnaðarrit - 01.01.1992, Blaðsíða 118
í þessu sambandi ber einnig að skýra frá því, að á aðalfundi Félags
ferðaþjónustubænda, sem haldinn var á Akureyri, var ákveðið, að eitt af
skilyrðum þess, að nýir aðilar fái auglýst þjónustu sína undir merkjum
félagsins, sé að Ijúka fagnámi, og er þar í flestum tilfellum verið að vísa til
þessa námsefnis.
A árinu 1991 auglýstu 130 bæir þjónustu sína í bæklingum Ferðaþjónustu
bænda, og var það fjölgun um sex bæi frá árinu áður. Þessi aukning er
svipuð og verið hefur undanfarin ár, en á árinu var merkjanleg fjölgun
þeirra bænda, sem höfðu samband og sýndu áhuga á að hefja ferðaþjón-
ustu. Það er í tengslum við þær miklu breytingar, sem kynntar voru í
hefðbundnum búgreinum. Vonandi er hér ekki um að ræða fyrirboða þess,
að allt of margir leggi fyrir sig ferðaþjónusturekstur, en ég vil leggja áherslu
á nauðsyn þess, að framboðið aukist í takt við eftirspurn á markaðnum.
í lok ársins 1991 sögðu fimm bændur sig úr Félagi ferðaþjónustubænda án
þess að hætta rekstri, þannig að um áramót voru félagsmenn 125 talsins.
Bæklingaútgáfa Ferðaþjónustu bænda 1991 var svipuð og 1990, en
prentaðir voru upplýsingabæklingar á ensku og á íslensku sem og einblöð-
ungar á ensku/þýsku og ítölsku/frönsku.
I bæklingum þessa árs var í fyrsta sinn að finna flokkun gistiaðstöðunnar,
og verð í íslenskum krónum var því gefið út fyrir mismunandi flokka. Þetta
vakti töluverða athygli viðskiptavina, og margir lýstu yfir ánægju sinni með
þetta fyrirkomulag.
Veiðiflakkarinn var einnig gefinn út, mun stærri og mikið endurbættur frá
fyrri útgáfum. Á þessu ári er fyrst hægt að tala um verulegan árangur
þessarar útgáfu, en bókin seldist nokkuð vel, og greinilegt er, að fólk er í
auknum mæli að uppgötva þetta rit. U.þ.b. 50 veiðisvæði eru kynnt í
Veiðiflakkaranum 1991.
Almennu eftirliti var slegið saman við kynningu, hlutafélagsstofnunar-
innar, og voru nær allir bæir í samtökunum heimsóttir í júnímánuði. í
október hélt ég svo tvo kynningarfundi um Fjarnámið: í Borgarnesi og í
Reykjadal. Fundum um þetta málefni í öðrum landshlutum var frestað.
Á haustmánuðunum var eins og venjulega lögð áhersla á undirbúning
næsta sumars, en það er sá tími, sem söluaðilar í þessari grein ákveða, hvað
þeir ætla að bjóða.
Að lokum vil ég leggja áherslu á mikiivægi góðs samstarfs milli ráðunaut-
ar í ferðaþjónustu og Ferðaþjónustu bænda hf sem og Félags ferðaþjónustu-
bænda. Gagnrýnisraddir hafa heyrst um það, að ráðunautur skuli hafa
vinnuaðstöðu á skrifstofu hlutafélags. Þetta er að mínu mati miklu frekar
styrkur en veikleiki vegna þess, að annars væri hætta á einangrun þessara
aðila, nokkuð sem býður upp á vandamál, sem engum er til góðs.
116
j