Búnaðarrit - 01.01.1992, Blaðsíða 150
skólaganga nýttist Einari vel síðar á ævinni, þegar á hann hlóðust vandasöm
félagsmálastörf.
Einar fór ungur í atvinnuleit til Reykjavíkur, og 19 ára fékk hann
skipsrúm á togara. Var hann á togurum meira og minna í 10 ár. Þá festi hann
ráð sitt og kvæntist heitkonu sinni Bertu Sveinsdóttur frá Lækjarhvammi í
Reykjavík árið 1925. Tóku þau Einar og Berta þá við búskap í Lækjar-
hvammi og bjuggu þar rausnarbúi í 40 ár. Þá var býlið í Lækjarhvammi lagt
niður og fór undir götur og byggingarlóðir. Eftir að Einar brá búi, vann
hann um tvo áratugi í Bændahöllinni í Reykjavík til níræðisaldurs, aðallega í
Framleiðsluráði.
Eru þá ótalin þau verk, sem Einar var kunnastur fyrir á sinni starfssömu
ævi, en það er forysta í félagsmálum landbúnaðarins.
Einar fór snemma að taka þátt í félagsmálum og jafnan valinn til forystu.
Hann var formaður UMF Drengs í Kjós 1920-1922, búnaðarþingsfulltrúi
Bsb. Kjalarnesþings 1942-1978, formaður Ræktunarsambands Kjalar-
nesþings 1948-1979, í stjórn Mjólkursamsölunnar í Reykjavík 1943-1977, í
stjórn Stéttarsambands bænda 1945-1969, í framkvæmdanefnd Fram-
leiðsluráðs landbúnaðarins 1947-1969. í Sexmannanefnd 1959-1977. í
stjórn Bændahallarinnar 1964—1981, í stjórn Búnaðarfélags íslands
1968-1979 og kjörinn heiðursfélagi þess.
Einar var atorkusamur bóndi og mikill verkmaður að hverju sem hann
gekk. Sá dugnaður kom vel fram í störfum hans að félagsmálum bænda.
Einar lézt 14. júlí 1991.
Sigurður J. Líndal. Hann fæddist 29. nóvember árið 1915 á Akureyri.
Foreldrar hans voru hjónin Jónína Sigurðardóttir og Jakob H. Líndal, er þá
voru búsett á Akureyri. Jakob var þá framkvæmdastjóri Ræktunarfélags
Norðurlands, en Jónína var skólastjóri húsmæðraskóla, sem þá starfaði á
Akureyri. Vorið 1917 tóku þau við búi á Lækjamóti í Víðidal. Bæði voru
þau þjóðkunn, Jakob einkum fyrir jarðfræðiathuganir og fræðistörf. Sig-
urður er sagður hafa líkzt föður sínum um margt.
Sigurður ólst upp á Lækjamóti með foreldrum sínum. Hann stundaði
nám í Reykjaskóla, eftir það búfræðinám á Hvanneyri og vareitt ár við nám
í Noregi.
Hann tók við búi á Lækjamóti árið 1951 eftir föður sinn, er þá var látinn.
Samhliða búskapnum gegndi Sigurður mörgum opinberum störfum fyrir
sveit og sýslu. Hann varð hreppstjóri eftir föður sinn látinn og gegndi því,
unz Elín dóttir hans tók við því fyrir nokkrum árum. Hann starfaði í
ungmennafélagshreyfingunni og var formaður Ungmennasambands Vest-
ur-Húnavatnssýslu. Sýslunefndarmaður var hann frá 1951-1988, formaður
Búnaðarsambands Vestur-Húnavatnssýslu 1958-1982 og fulltrúi á aðal-
148