Búnaðarrit - 01.01.1992, Page 194
tíma, falla eignirnar því til ráðstöfunar. Að 10 árum liðnum skal
Búnaðarfélag íslands ráðstafa eignunum til viðkomandi héraðsnefndar
eða sveitarfélags.
Aldrei má verja tekjum af starfsemi sambandsins eða sjóðum þess til
annarra verkefna en tilgreind eru í síðustu málsgrein a) liðar.
Mál nr. 21
Tillaga stjórnar Búnaðarfélags íslands um breytingar á þingsköpum Búnað-
arþings.
Málið afgreitt með eftirfarandi ályktun, sem samþykkt var með 21 sam-
hljóða atkvæði:
Búnaðarþing ályktar að gera svofelldar breytingar á þingsköpum:
1. gr.
Önnur mgr. þriðju greinar orðist svo:
„Þegar þessum kosningum er lokið, skal, ef meirihluti búnaðarþingsfull-
trúa óskar þess, hluta um sæti þeirra, annarra en forseta og skrifara. Á
þessum fundi skulu einnig kosnar þessar fastanefndir:
1. Fjárhagsnefnd, sem jafnframt er reikninganefnd.
2. Jarðræktarnefnd.
3. Búfjárræktarnefnd.
4. Félagsmálanefnd.
5. Umhverfisnefnd.
6. Allsherjarnefnd.
Fimm fulltrúar eiga sæti í allsherjarnefnd, en í öðrum nefndum sitja fjórir
fulltrúar.“
Niður falli í þriðju mgr.: „Fimm menn eiga að jafnaði sæti í hverri nefnd.“
Greinin að öðru leyti óbreytt.
2. gr.
Upphaf fjórðu greinar orðist svo:
„Öll mál, sem send eru Búnaðarþingi til meðferðar, skulu komin í hendur
forseta fyrir 5. dag þingsins.“
Greinin að öðru leyti óbreytt.
3. gr.
Fyrsta mgr. 8. greinar orðist svo:
„Gjörðabók síðasta fundar liggi frammi a.m.k. 2 klst., áður en nýr fundur
er settur. Að þeim skilyrðum fullnægðum skal hún í fundarbyrjun borin upp
til samþykktar og síðan undirrituð af forseta og skrifurum. Heimilt er þó, sé
þess óskað, að fresta samþykkt gjörðabókar til næsta fundar, telji forseti
það réttmæta ósk.“
192