Morgunn - 01.12.1926, Side 6
116
MORGUNN
hugmynd um starf hans um daginn. Hann var látinn fara a8
eiga við líkskurð; fékk lík af hér um bil sextugum manni og
fór að nlcera upp fótinn á lionum. Ilann kom heim um kl, 5
sí5d., og í sama bili og hann kemur inn úr dyrunum, er eins
og konunni hans verði ilt; hún kvartar undan einhverri óvið-
kunnanlegri tilfinning, og það var eins og liún ætlaði að
rjúka út aí'. Læknirinn lagði höndina á öxl hennar. Þá rétti
hún úr sér og var þegar komin í sambandsástand. Einhver
ókunn vera lét ófriðlega og sagði:
„Hvers vegna ertu að skera mig?“
Læknirinn sagðist ekki vita til þess, að liann væri að
skera neinn.
„Auðvitað ertu að því! Þú ert að skera í fótinn á mér !‘ ‘
svaraði gesturinn reiðulega.
Læknirinn þóttist nú skilja, að maðurinn, er búið hefði
í líkamanum, sem hann hafði verið að eiga við um daginn,
hefði fylgt sér heim. Hann fór að tala við hann, en kom áður
konunni sinni niður á stól.
Gesturinn mótmælti því með ákefð, og sagði, að hann
hefði ekkert leyfi til að snerta sig. Læknirinn svaraði, að hann
hefði leyfi til að snerta sína eigin konu.
„Konuna þína!“ sagði gesturinn. „Iívað ertu að bulla!
Eg er engin kona, eg er karlmaður.“
Læknirinn fór að koma honum í skilning um, að hann væri
kominn út úr jarðneskum líkama sínum, og hann væri nú að
stjórna líkama konunnar sinnar; sál hans væri hér, og líkami
hans í læknaskólanum. Að lokum virtist hann fara að skilja
þetta, og þá sagði læknirinn:
„Þó að eg væri nú að skera í lílcama þinn í læknaskólan-
um, þá mundi það ekki drepa þig, þar sem þú ert sjálfur hér.“
Gesturirm kannaðist við, að þetta virtist skynsamlegt.
og sagði:
„Eg býst við, að eg hljóti að vera það, sem kallað er
dauður, svo að eg hafi elckert gagn framar af gamla líkaman-
um mínum. Ef þú getur lært nokkuð af því að skera í hann,
þá haltu áfram. Skerðu bara.“