Morgunn - 01.12.1926, Page 8
118
MORGUNN
Nú liðu fáeinir dagar, og Wickland hafði alveg gleyint
þessu. Þá var haldinn tilraunafundur á heimili hans. Og ósýni-
legir stjórnendur frúarinnar virtust farnir. En frúin komst
ekki að fullu úr dáinu. Wiekland fór þá til hennar til þess að
reyna að fá að vita, hvernig á þessu stæði. Þá er hann barinn
með hendi frúarinnar og jafnframt er sagt:
„Eg þarf að finna þig í f jöru!“
Wickland varð að stimpast við þennan gest um stund.
Svo spurði hann, hvað að honum gengi.
„Hvers vegna viltu endilega drepa mig f ‘ spurði gesturinn.
„Eg er ekki að drepa neinn,“ svaraði Wickland.
„Jú, þú ert að skera í handlegginn og hálsinn á mér!
Eg hrópaði til þín, að þú skyldir ekki myrða mig, og eg
lamdi í þetta blað á gólfinu til þess að hræða þig. En þú fékst
ekki til þess að sinna þessu neitt.“
Þá rak gesturinn upp ofsafenginn hlátur og sagði með
mikilli kæti:
„En hina strákana tókst mér að hræða.“
Wickland varð að verja miklum tíma til þess að koma
gestinum í skilning um, hvernig ástatt væri um hana. Að lok-
um lét liún sér skiljast það og lofaði að leita æðra lífs.
Læknirinn segir þessar sögur ekki eingöngu í því skyni
að gefa mönnum sýnishorn af miðilshæfileikum konu sinnar,
heldur líka til þess að koma mönnum í skilning um, hve ótrú-
lega fast framliðnir menn séu stundum bundnir við líkama
sinn, þegar þeir hafa ekki gert sér grein fyrir þeim umskift-
um, sem vér nefnum andlát, og eru allsendis ófróðir um það
líf, sem tekur við eftir þau umskifti.
Ilvað sem nú um það er, þú er það víst, að frú Wiclcland
hefir verið mikill miðill og er það víst, enn. Sennilega hefði
liún orðið frægur sannanamiðill, ef hún hefði ekki verið
tekin til þessa sérstaka starfs, að hjálpa geðveikum mönnum.
Á það bendir margt í bók Dr. Wicklands.
Lækninum var gert viðvart um komu okkar hjónanna til
Los Angeles og sagt frá áhuga okkar á sálarrannsóknum.
Hann bauð okkur að koma til sín einn daginn síðdegis, ásamt.