Morgunn - 01.12.1926, Side 39
M 0 R G TT N N
149
Hitt og þetta.
Saman tekiO og þýtt hafa
Tveir kunningjar.
I.
Presturinn og skilaboðin.
Lesendur „Morguns" kannast við enska prestinn G. Vale
Owen Iíann sagði af sér prestembætti sínu, til þess að geta
gefið sig allan við boðun þeirrar þekkingar, er hann telur sig
hafa hlotið fyrir samband sitt við annan heim.
Pyrstu boðunarferð sína fór liann um Bandaríkin í Norð-
ur-Amei'íku og þá næstu um Bretland. Meginefni þeirra fyrir-
lestra, er hann flutti í þeirri ferð, heíir hann gefið út í dálitlu
kveri, er liann nefnir How spirits communicate and wliat
they teU us (Iívernig framliðnir menn ná sambandi og hvað
þeir segja oss). í þeirri litiu bók segir hann meðal annars
eftirfarandi sögu af sjálfum sér:
Eg var á tilraunafundi hjá miðlinum John Ticknor í hús-
næði lians í Biltmore-Hotel í New York í aprílmánuði 1923. Til
hans kom framliðinn maður, sem kvaðst heita John S. Parmer
og sagði svo frá:
„Eg ritaði mikið um þessi efni (þ. e. um andahyggjuna).
Manstu eftir ritgerð minni um Mesmers-aðferðina og hvernig
haga eigi rannsóknunum ? í kvöld kem eg með fjarskyldan
ættingja minn, sem hefir ekki enn talað á sambandsfundi; það
er ungur hermaður, dökkeygur, með mjög mikið dökt hár.
Ilann lieitir William Clegg og var undirforingi, frá Plemming-
ton í York-skíri. Ilann segir: „Þú hefir aldrei heyrt mín getið.
Eg kom hingað í nóvembermánuði 1917, skotinn á útverði af
þýzkri leyniskyttu, við Somme. Mig langar til að móðir mín
fái að vita, að eg er lifandi, að eg veit að hún hefir fengið
krossinn (heiðursmerkið), sem þeir veittu henni mín vegna.
Prú Clegg, Plemington, York-skíri. Þú sér, herra minn, að